Lofsvert framtak

Kastljósþátturinn í kvöld var til fyrirmyndar og ástæða er til að lofa það sem vel er gert. Sjónvarpið hefur sýnt að það er áhrifamikill miðill. Kastljós sjónvarpsins byrjaði ekki vel eftir sumarfrí, en svo virðist að hér hafi verið sameiginlegt átak sjónvarpsmanna.

Dapurlegt var að horfa upp á ástandið í Grikklandi, þar sem flóttamenn frá Sýrlandi koma að landi. Hugrökk íslensk kona stendur þó vaktina og breiðir faðm sinn mót örvæntingafullum Sýrlendingum. Fréttamenn sjónvarpsins sýndu beint frá örlagaríkum viðburðum í Ungverjalandi, þegar flóttamönnum er lokuð aðkoma. Svo virðist sem íbúar séu búnir að gleyma hvernig ástandið var 1956. Þá eins og nú voru sovésk hergögn notuð til að herja á uppreisnarmenn. Þá var farið í átak til að taka á móti Ungverjum.

Margir ætla að flóttamannavandinn sé okkur óviðkomandi. Annað á eftir að koma í ljós þótt við séum fjarri stóra straumnum. Velgengni okkar byggist að stórum hluta á alþjóðlegu samstarfi og blómlegum viðskiptum. Engin þjóð er eyland þegar kemur að því að bjarga mannslífum frá vígavélum. Ferð innanríkuisráðherrans undirstrikar það.


mbl.is Ekki náðist samstaða á neyðarfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband