Færsluflokkur: Bloggar
16.7.2021 | 09:06
Hress Viktoría og málefnaleg
Gagnrýni Viktoríu er réttmætt og þarfar ábendingar. Þeir sem þora að andmæla eru oft bestu landnemarnir. Pólverjar eru óvenju duglegir að aðlagast íslenskum aðstæðum og hörkulegu vinnuumhverfi, setjast þeir flestum öðrum þjóðum hér að. Fara í gegnum þann eld sem nýbúar hafa alltaf þurft að gegnumganga.
Ekki í fyrsta skipti sem mis vellærðir málsfarfræðingar taka fram fyrir hendurnar á foreldrum. Fyrir tveimur áratugum var svo nefnd "málsfarslögregla" látin klæðast leiksskólafötum. Fyrir bragðið þorðu margir foreldrar ekki að tala sitt móðurmálið við börn sín og náðu því aldrei tökum á móðurmálinu. Full ástæða er til vara við því að menntamenn misnoti ekki aðstöðu sína og reyni að framfylgja úreltum hræðsluáróðri sem var viðhafður þegar hér voru fáir nýbúar og útlendingahræðsla.
Æ betur er að koma í ljós hve óraunverulegir vinnusamningar sem VR og fleiri verkalýðsfélög hafa staðið að ásamt S.A samtökum, minni hluta atvinnurekenda leiða til verðbólgu. Stytting vinnutíma BSR og fall krónunnar er ekki aðeins áhyggjuefni seðlabankastjóra?
Margt í menningu og trúarhefð Pólverja er mjög líkt því sem hefur þróast hér. Þeir eru eins og við að komast útúr heljargreipum verkalýðsfélaga. Sterkri stöðu á vinnumarkaði og keyrt upp verðbólgu í umboði fárra. Það kemur því ekki á óvart að veitingahús sem hafa verið hart leikinn í faraldrinum séu að semja á nýjum nótum, gera starfsmannasamninga. Reyna að komast út úr kreppu.
Ömurlegt að vera útlendingur í íslensku samfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2021 | 11:39
Álftir með fjóra unga við Vífilstaðavatn.
Í sumarblíðu er yndislegt að eiga morgunstund í landi málleysingja. Heyra fuglasöng eða tóna himbrima, lokkandi væl. Skilti sem biðja um aðgát á varptíma eru sýnileg, en allir skilja ekki íslenskuna og fara um göngustíga á hlaupum. Ögra fuglalífi af kunnáttuleysi. Veiðimenn hafa leyfi til að vera út í vatni, en þótt hljóðlitlir, hversvegna á varptíma í vatni þar sem veiði er lítill? Varla síli fyrir kríu.
Í morgun mætti ég stórum álftum sem voru íbyggin og ákveðin við göngustíginn, þegar ég nálgaðist var eins og þau vildu segja mér tíðindi. Karlfuglinn gekk ögrandi til mín og ég gekk hljóðlega áfram. Á bakaleið komu þau nær göngustígnum og sýndu mér stolt fjóra unga sína, nokkra dag gamla. Augljóst að þau ætla sér niður að vatni von bráðar þar sem himbrimi hafði verið að væla í gær, tileinka sér vatnið?
Sumargróður i blóma og lúpínan, staðarplanta og tákn sunnanmegin við vatnið allt upp að virki breskra hermanna frá stríðsárunum. Falleg planta í blá hvítum lit sem gegnir ræktunarstarfi með því að bæta jarðveginn. Annað eftir því og nýir göngustígar sem ná allt að Grunnuvötnum. Trjágróður hefur verið friðaður þarna í áratugi en tiltölulega hæg þróun. Friðland svæðisins allt að Helgafelli og inn í Heiðmörk er stórt, sem alltof fáir nýta.
um
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2021 | 20:57
Dregur úr virkni gossins?
Fyrir um klukkustund dró verulega úr gosmökunum eins og hlé væri á gosinu. Sama gerðist á sama tíma í gær séð frá Reykjanesbrautinni. Eins og goskóngurinn væri að reykja pípu handan við Fagradalsfjall.
Myndin sem fylgir fréttinni er einstaklega falleg og mögnuð. Forfeður okkar sem fóru hægt yfir spöruðu ekki lýsingaorðin ef landslagið væri einstakt og gefandi.
Fagravík við Kúagerði lætur lítið yfir sér en þeir sem á þarna og virða fyrir sér alla litadýrðina við fjörukambinn sjá að hér er um réttnefni að ræða. Samspil gróðurs, hrauns og malarkambs með blá fjöllin í baksýn.
Gígurinn dregur inn andann á milli stróka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2021 | 20:53
Smáflokkar sameinist. Flokkafjöld er dreifing og töpun á atkvæðum
Staðan gæti breyst fram að kosningum takist ekki að koma rekstri Kóvit hrjáðra fyrirtækjanna af stað. Seinasta útspil formanns Miðflokksins féll ekki í góðan jarðveg. Ísraelar hafa tekið af sér grímurnar en hér er allt í lás og slá.
Á meðan ríkisstjórnin virðist gera flest rétt, meðan hún hefur lánstraust er staða hennar sterk. Mikið veltur á fjármálastjórninni og réttarbótum sem ríkistjórnin er að koma á með lögum. Án traustrar ríkisfjármála er leiðin óvörðuð.
Stórt fylgi Miðflokksins var vegna útspils formannsins í Icesave málunum, en þegar hann sér ekki mildari löggjöf fyrir fíkla og aðstandendur er fylgishrun. Smáflokkar eru ekki að ná fram neinum áhrifum og sama má segja um Viðreisn.
Neikvæð afstaða til Evrópu og evru, án Evrópusambandsaðildar dregur fylgið að óþörfu frá Sjálfstæðisflokki. Eitthvað í líkingu við stefnu Færeyinga sem upplifa einn bestan efnahag í áratugi.
Þeir sem hafa verið á annarri skoðun en harður kjarni innvígra Sjálfstæðismanna er úthúðað eða hafðir til hlés. Óskýr stefna Miðflokksins í gjaldeyris og Evrópumálum er eitt af málum sem smáflokkar vilja ekki ræða.
Könnun: Miðflokkurinn nálægt því að detta af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2021 | 19:10
Sex af sjö milljónum tilfella. Stjórnsýslan veik?
Hvar eru þeir harðgerðu afkomendur víkinganna sem lifðu af miðaldir og stærstu eldgos á átjándu öld. Hversvegna að loka öllum gáttum og neita að aðlagast veirum og bakteríum. Er það markmið heilbrigðs að forðast allar nýjar viðsjálar bakteríur?
Sóttvarnir eru allt annað en aðlögun. Veirufrítt land er ekki sjáanlegt og nýjar bakteríur eru hluti af náttúrunni að búa til sterkari stofna. Þeir sem fengu berklabakteríuna á unga aldri voru líklegri til að lifa af heldur en þeir eldri. Mörgum árum síðar komu nægilega sterk lyf sem læknuðu flesta. Hér hafa ekki margir dáið úr Covid 19 farsóttinni og engin er á sjúkrahúsi.
Hingað koma nú þúsundir farfugla sem við fögnum um sumarmál. Verða brátt fleiri en mannfólkið og bera með sér bakteríur. Ferðamenn sem hingað koma hafa gert landið byggilegra og styðja við innlenda uppbyggingu sem við stjórnum. Að loka algjörlega á þá er ákveðin uppgjöf.
Takmörk eru alltaf fyrir því hve mörgum hröktum flóttamönnum er hægt að veita hæli og aðstoða hér á landi. Tvírætt getur verið að senda þá í yfirsetnar flóttamannabúðir en það er önnur umræða. Treysta verður þá að stjórnvöld geti ráðið við vandann og nái að stjórna umferð og opnun leiða.
Bíða með að bólusetja með Janssen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2021 | 19:22
Stalínískar táknmyndir nálægðar
Þingmenn hafa augljóslega ekki verið á verðinum þegar þeir samþykktu frumvarpið. Í landi þar sem allir yfir sjötugt eru bólusettir og þegar vitað var að 90% sem dóu úr farsóttinni voru yfir áttrætt. Sóttvarnarlæknir hafði mörg úræði og samúð en dómstólar hafa síðasta orðið í leikfléttunni.
Óneitanlega minnir sóttvarnarhótelið mikið á byggingar á Stalínstímanum. Eina slíka höll "gaf" einræðisherrann Pólverjum sem nú er minnisvarði um hersetu kommúnista í Varsjá. Aðrar eru í Moskvu og víða um Rússland þegar ekkert var val og allir hlýddu foringjunum.
Í nokkrum lýðræðisríkjum sem hafa komið upp sóttvarnarhótelum er um margskonar úrræði að ræða fyrir ferðamenn. Engin leggur í tvísýn ferðalög þegar veiran er jafn víðtæk og í nágranaríkjum. Í Grindavík er meðalhófs gætt og ferðamenn sem brjóta reglur um sóttkví er vísað frá. Gott að vita að heimilið er sá staður sem hann á að vera og fyrsta val þegar sóttkvíar er krafist.
Skyldudvöl dæmd ólögmæt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2021 | 13:08
Glitrandi gersemar sem taka athyglina frá "veirufjanda"
Glansandi glitrandi glerungur sést á viðkomandi fréttamynd og þeir sem hafa tekið með sér gosmola sýna að hraunið er létt eins og svartur vikur. Merkishraun sem er að mynda dyngju í einstaklega fallegu umhverfi. Eldfjallalandslag sem forfeður okkar hafa gefið hin athyglisverðu nöfn.
Spáð er að konur verði meirihluti stjórnenda eftir fá ár í fyrirtækjum. Skipulega er verið að lyfja niður alla óróadrengi og stúlkur. Sjúkdómsvæða undir erlendum heitum eins ADHD. Konurnar hafa þegar tekið völdin í borgarstjórn, háskólum og kirkju, karlpeningurinn verður eins og hver annar boli á akri. Til brúks og taks þegar færi gefst.
Ekki fyrir alla að meðtaka slíka sýn, en hún er ekki fjarri. Einstaka bloggari eða heimsspekingur gagnrýnir viðbrögð lækna og rökstyður vel, en þeir eru ekki nema fáir af þeim sem tjá sig. Einstaklega vel hefur tekist að loka landamærum og sveitir manna eru við upphaf gönguleiðar að gosstöðvum að gera lokaleit að smituðum ferðalöngum. Góðar leitir það og göngufólk grípur ekki í kaðlana nema í neyð.
Allt dálítið broslegt en raunveruleikinn. Um næstu mánaðarmót lítur út fyrir að fleiri fyrirtæki loki eða takmarki starfsemina við eftirlit og viðhald eigna. Þá fara fleiri á biðlista eftir aðstoð eða hjúkrun. Hafa fátt eitt að sýsla nema að bíða eftir að lyfjafyrirtækin og ESB stjórnvöld hætti að þrátta um verð og auki magn lyfjasendinga. Þá er engin til að fullvissa sprautumeðtakendur um að ekki sé þörf að fara aftur í nýjar sprautur þegar einn eða fleiri meðgjöf líkur.
Lyfjafyrirtækin og meirihluti vísindamanna geta áfram haldið því fram að þróuðu löndin fari enn og aftur í meðferð við veiru bakteríum. Þeir einu sem standa þá upp úr eru þjóðir sem ekki hafa efni á að kaupa dýru sprautuefnin nú og hafna "blóðgjöf" lyfjarisanna. Sömu þjóðir hafa og í marga áratugi verið að fá bóluefni við ótal farsóttum.
Er nema von að háskólamenn beri mikla von í huga um að það takist að byggja og fylla Vatnsmýrina glæsihýsum undir starfsemi lyfjafyrirtækja. Lífefnafyrirtæki sem nú eru sem aldrei alblómstrandi á hátækniöld. Vissulega er það eitt og sér fagnaðarefni því stórt hafsvæði umleikur landið og dýpi viðráðanlegt. Hafsvæði sem gefur af sér 2% af fæðuöflun, en er um 74% af flatarmáli jarðar.
Skoða að gera þriðju gönguleiðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2021 | 08:01
Geldar fréttir og nafngiftin Geldingadyngja verður undir?
Mikið um púðurskot og bóluefni, ringulreið busl og ærsl á vordögum kosningaárs. Mikið af fréttum eru upphrópanir og síðan leiðréttingar daginn eftir. Aðalmálið týnist og flokkum fjölgar.
Þegar mesta fárið er um garð gengið, búið er að loka öllum leiðum fyrir inniíþróttir leita menn út í náttúruna og birtuna. Dagurinn lengist óðum og birtan eflir göngumenn til að fara út og hreyfa sig. Jákvætt er að sjá leiðbeiningar í Mogganum í dag til þeirra sem eru að hugsa um að fara á gosstöðvarnar.
Grindvíkingar eru á fullu við að gera sem flestum kleift að sækja þá heim og leggja leið sína á næstu fell við gosið í Geldingadölum. Gasmengunin frá eldfjallinu var áberandi í morgunsólinni í gær og sást greinilega í bláhvítum lit leggja alla leið til Keilis. Í dag er austanátt og þá berst hún í vestur.
Mismunandi aðkoma að gosstöðvana eykur á fjölbreytnina en þarf ekki að skapa ringulreið.
Gasmengun yfir stikuðu leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2021 | 14:11
Veður skiptir mestu máli og merkt gönguleið
Slagveður, rigning og rok er á öllum árstíðum viðsjárvert göngufólki. Búið var að ítreka að vonskuveður væri í aðsigi á gönguleið. Augljóslega vantar skipulag til að þessi einstaki atburður verði ánægjulegur og sýnilegur sem flestum kynslóðum.
Á bloggi hér sagði ég frá reynslu minni og áætlaði vegalengdir ef einhver gæti notað þær.
Fólk var mjög reitt yfir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2021 | 22:58
Leiðbeiningar og stýring farsæl reynsla
Fagna ber að björgunarsveitir séu til taks á staðnum eins og áhuga fólks á útigöngu, ferð á eldstöðvar sé það vel búið. Farsælast er að hafa áður gengið 10 km eða lengra á einum degi. Syðsta leiðin virðist vera frá fjallinu Slaga við Suðurstrandaveg. Um 4 km inn Nátthaga og upp á hæð sem umlykur Geldingadal, 272 m yfir sjávarmáli gegnt Stórahrúti, um 100 metrum lægri hæð en Keilir, 378 m2. Þá ætti að blasa við hið stóra íslenska hringleikhús í fjallasal.
Vegalengdin að gosstöðvunum er mun lengri ef farið væri frá Grindarvíkurveginum. Til samanburðar var vegalengdin frá Skógarfossi að gosinu á Fimmvörðuhálsi tvöfalt lengri, yfir 12 km aðra leiðina. Allar verða von er í mars á þeim magnaða hálsi sem er í yfir 1000 metra hæð.
Þegar ég var að undirbúa mig fyrir ferð til að sjá þetta einstaka og fallega gos daginn áður ofan við Skógarfoss voru ungir fullhugar að leggja í hann og ætluðu ekki að missa af sjónarspili næturinnar 28. mars 2010 (þá hafði gosið staðið yfir í átta daga). Þeir voru misjafnlega undir ferðina búnir, en býsna borubrattir á niðurleið þegar við mættum þeim 14 tímum síðar. Þá hafði verið snjókoma á hálsinum og vélsleðar víða að sjá kæmu upp slysatilfelli.
Allt sem vantar við gönguferð í Geldingadal er að sjá á netkorti merkta gönguleiðir. Leiðbeiningar frá Björgunarsveitum eða Lögreglu en ekki ásýnd misjafnlega ráðagóða, óttablandinna forsjámanna. Björgunarsveitir þurfa að geta tekið við greiðslum á staðnum frá göngufólki vakti þeir svæðið. Lögreglan fær venjulega fjárveitingu með rökstuðningi. Hér er einstakur viðburður og upplifun nálægt byggð sem getur fært landinu dágóðar tekjur og auglýsingu, en betra er að gosið standi lengur en út mánuðinn.
Minna gas kemur upp úr gosstöðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson