Færsluflokkur: Bloggar
21.3.2021 | 22:05
Leiðbeiningar og stýring eða óttablandin forsjáhyggja.
Fagna ber að björgunarsveitir séu til taks á staðnum eins og áhuga fólks á útigöngu, ferð á eldstöðvar sé það vel búið. Farsælast er að hafa áður gengið 10 km eða lengra á einum degi. Syðsta leiðin virðist vera frá fjallinu Slaga við Suðurstrandaveg. Um 4 km inn Nátthaga og upp á hæð sem umlykur Geldingadal, 272 m yfir sjávarmáli gegnt Stórahrúti, um 100 metrum lægri hæð en Keilir, 378 m2. Þá ætti að blasa við hið stóra íslenska hringleikhús í fjallasal.
Vegalengdin að gosstöðvunum er mun lengri ef farið væri frá Grindarvíkurveginum. Til samanburðar var vegalengdin frá Skógarfossi að gosinu á Fimmvörðuhálsi tvöfalt lengri, yfir 12 km aðra leiðina. Allar verða von er í mars á þeim magnaða hálsi sem er í yfir 1000 metra hæð.
Þegar ég var að undirbúa mig fyrir ferð til að sjá þetta einstaka og fallega gos daginn áður ofan við Skógarfoss voru ungir fullhugar að leggja í hann og ætluðu ekki að missa af sjónarspili næturinnar 28. mars 2010 (þá hafði gosið staðið yfir í átta daga). Þeir voru misjafnlega undir ferðina búnir, en býsna borubrattir á niðurleið þegar við mættum þeim 14 tímum síðar. Þá hafði verið snjókoma á hálsinum og vélsleðar víða að sjá kæmu upp slysatilfelli.
Allt sem vantar við gönguferð í Geldingadal er að sjá á netkorti merkta gönguleiðir. Leiðbeiningar frá Björgunarsveitum eða Lögreglu en ekki ásýnd misjafnlega ráðagóða, óttablandinna forsjámanna. Björgunarsveitir þurfa að geta tekið við greiðslum á staðnum frá göngufólki vakti þeir svæðið. Lögreglan fær venjulega fjárveitingu með rökstuðningi. Hér er einstakur viðburður og upplifun nálægt byggð sem getur fært landinu dágóðar tekjur og auglýsingu, en betra er að gosið standi lengur en út mánuðinn.
Verða með vakt við gosstöðina í alla nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2021 | 22:34
Mikið talað en minna framkvæmt.
Mikið af óraunhæfri bjartsýni of snemma. Verðlag er hér í hærri kantinum og kostnaðurinn mikill við að ná inn í landið hverjum ferðamanni. Félagssamtök og stjórnvöld geta unnið sameiginlega við að lækka kostnað, losa okkur við óraunhæfan kostnað.
Að bjóða viðspyrnustyrki hjápar fáum þar sem kostnaðurinn við að skapa hvert starf er margfalt meiri. Oft tugir miljóna í ferðamanna og hóteliðnaði þar sem boðið er upp á hátæknistörf. Fyrrverandi framkvæmdastjóri SAF vísaði allri umræðu um sameiginlega bókunarstöð fyrir Ísland á bug og bar við samkeppnisástæðum.
Erlendar bókunarfyrirtæki taka hér inn tugi prósenta af hverri bókun og vilja einnig fá prósentur af söluskatti og gistináttagjaldi þegar það var og hét. Þessi alþjóða fyrirtæki borga hér enga skatta, aðstöðugjöld eða fasteignaskatta eins og hótelin. Hér gæti ráðherra og félagasamtök átt frumkvæðið og sett á stað vinnu sem byggist á að hafa Bókunarmiðstöð fyrir Ísland. "Direct booking."
Fyrirmyndir eru af þessu er að finna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Athugum að stórar bókunarkeðjur í Evrópu taka ekki í mál að greiða söluskatt af þóknun. Gott ef það er ekki óheimilt í lögum. Hér er engin viðspyrna. Augljóst er að það verður að lækka verð þegar horft til framtíðar. Samkeppnin er alþjóðleg. Þegar Þjóðverjar fara í 300 flugvélum til Malorka um páska vita þeir að hverju þeir ganga og bjórverð er enn lægra en í Þýskalandi.
Fréttablaðið greinir frá því í dag að fasteignaskattar af atvinnuhúsnæði hafi hækkað um 50% frá 2015. Verðbólga er yfirvofandi og væri það ekki fyrir góða fjármálastjórn á sama tíma væru vextir ekki að lækka. Í pólitík má ekki hrósa því sem vel er gert þá er eins og margur fari af hjörum. Góðir ráðherrar og oft frábærir stjórnendur verða að ganga hljóðlega um til að raska ekki ró?
Þurfum að hefja viðspyrnuna núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2021 | 04:43
Draumur eða veruleiki úr Fagradal
Nákvæmlega klukkan tvö vakti mig uppvakningurinn frá fjallinu fagra, enginn draumur. Enginn Harri hrekkur, enginn fljúgandi spámaður, ekki einu sinni brot úr helgisögu eða smásaga af fegurðardrottningu eftir Ástu skáldkonu.
Til að ná áttum fletti ég upp í Stóra Hraunmanninum og sá að eldgjörningar höfðu verið á Skaganum á tólftu öld. Litla athygli vakið eða umfangið komist í sögubækur annað en um Afstapann suður við Kúagerði. Engar sögur fara af því að Suðurnesjamenn hafi ekki náð til Hafnarfjarðar eftir að hafa áð við Fögruvík. Hvað hefur þá orðið um Fagradal en Fögurvíkurnafnið stendur óbreytt?
Löngu eftir þá viðburði kom kaflinn um jarðskjálftahristing sem hafði náð alla leið til Álftarnes og haldið við þrýstingnum á heitavatninu sem kraumar enn undir niðri á öllum nesjum. Hitagjöfinni sem aðallega kom að gagni rétt fyrir stríðsbyrjun með hjálp lærðra góðverkamanna í Reykjavík. Enga hrakspámenn upp á mitt taflborð á meðan ég hef lítinn eftirhristing.
Lít út um gluggann minn og sé að götuljósin loga við vegkantinn. Þvílíkir fagmenn allir kapalalmenn, járna og vélmenni sem geta haldið orku og stöðugleika uppi, greitt götu okkar að sífellt nýjum upplýsingum. En hvernig getur þessi glaðhlakkalegi hryssingur átt öll sín upptök í fagradal, spyr sá sem ekki veit.
Jarðskjálfti upp á 5 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2021 | 06:21
Breyttir tímar. Veðurblíða og túristagos
Óneitanlega hefur margt breyst. Veður blíðara og stórar lægðir hafa farið fyrir sunnan land. Ef gos í nánd verður það væntanlega hófstilltara en gosstraumurinn í Holuhrauni. Gosið á Fimmvöruhálsi var sannkallað túristagos en þá voru fáir ferðamenn í lok mars. Kom í kjölfar stórgos í Eyjafjallajökli.
Gos á Reykjanesskaga hafa veriðið af ýmsum toga.Gosið í Búrfelli, bæjarfjalls Garðabæjar rann næstum til Bessastaða en það var mörgum öldum fyrir byggð.
Atburðarásin kemur stöðugt á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt best í hófi, einnig fréttir, endurtekningar sem og jarðskjálftar. Vísindamenn sem stíga nú oft á svið segja hreinlega að þeir leggi fram birtingartilgátur um gliðnun landslags og kvikuóróa. Nútíma mælitæki hafa aldrei verið nákvæmari og nú staðsett á fleiri stöðum en áður.
Þegar ráðherra opnar peningaverskið auðmjúklega til að stuðla að öryggi borgaranna er eins og einhver hafi verið sveltur á lengra tímabili. Vísindin njóta virðingar og þeim má ekki glata á altari fjölmiðla sem alltaf vilja sjá birtingamynd hins óvænta. Að ríkissjónvarpið alumlykta skuli ganga á undan í samkeppni um athygli er ekki nýtt, en þarf að vera hófstillt til að missa ekki fótanna.
Hvar sem menn keppa um athygli, ota fram sínum tota finnur maður að mörgum þykir nú nóg um og eru hættir að hrökkva upp þótt nýr fjölmiðlahristingur verði. Eins og að búa hjá eldfjalli sé ekki nóg í skjálftahrinum, þá er það staðreynd að hátt í tíu aldir hafa liðið síðan síðasta var uppi eldur á Reykjanesi. Tiltölulega lítill gos miðað við jarðelda sem hafa orðið á miðhálendinu og allt austur að Eldhrauni við Síðujökull.
Allt land vestan við Vífilsfell með Trölladyngju minni og að Reykjanesvita er álíka stórt og Trölladyngja hin háa og Holuhraun samanlagt. Eldvirkni er ólíkt meiri við vestri hluta Vatnajökull og undir stöðugu eftirlit jarðvísindamanna.
Keilir og Trölladyngja sterkustu svæðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2021 | 01:23
Hægfara fylling á tíu alda fresti. Að hristast í svefn?
Trúverðug spá en enn er eins og misgengi jarðvegsfleka sé að valda skjálfta. Hver meiri háttar skjálftinn á fætur öðrum gengur nú yfir og Hafnfirðingar eru nú í sömu sporunum og Grindvíkingar á fyrra ári. Stöðugleiki steinsteypubygginga er mikill enda járnamagnið talsvert.
Ungbarnavöggur og fjaðrandi barnavagnar þóttu hér áður fyrr nytsömustu tæki á hverju barnaheimili en ekki lengur. Þeir sem aka oft frá Hafnarfirði og í Voga sjá greinilega hvar hraunin frá Trölladyngjusvæðinu hafa hlaðist upp eftir ísöld. Líkurnar á gosi eru hverfandi miðað við að Afstapahraun vestan við Hvassahraun hafi runnið á tólftu öld.
Gjáin norður af Reykjanesvita, flekaskilin milli Evrópu og Ameríku eru að breikka, sama á við hraungjána við Búrfell ofan við Garðabæ. Austan við Grindavík eru einnig tiltölulega ung lítill og fagurlega mynduð eldfjöll sem hafa runnið til sjávar. Það ætti að róa alla sem nú hrökkva upp af svefni í skjálftahrinum.
Hraunflæðilíkanið tekur breytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2021 | 12:52
Áætlana þörf en ágiskanir getað skapað ótímabærar áhyggjur
Undanfarna vikur þegar séð er fyrir endann á faraldrinum koma fleiri skjálftar á svæði sem þolir hvað minnsta röskun í atvinnuháttum. Jarðskjálftar eru hluti þess að búa á eldfjallasvæði og forstöðukona jarðskjálftavaktar Veðurstofu hefur ítrekað að það kæmu stórir eftirskjálftar.
Í vikunni ákvað ráðherra enn eina aukafjárveitinguna vegna vá um alþjóða glæpagengi næðu hér fótfestu? 350 milljónir auka á kosningaári til lögreglu. Eins og fjöldahandtökur og einangrun séu mælikvarði á ágæti starfa rannsóknarvalds. Þar áður hafði ráðuneyti orðið að greiða hundruð milljóna vegna Landsréttarmálsins.
Hvað ef Reykjanesbraut lokast? Væntanlega vikum eftir að gos hæfist úr Fagradalsfjalli eða Trölladyngju, en eins miklar líkur eru á gos færi til suðurs frá fjallgarðinum. Reykjanesbraut má framlengja út í sjó og á grynningasvæði? Flutningsleiðir gætu og farið sjóleiðina eða með undirgöngum undir hraun sem rynni til sjávar.
Tækni og vísindum hefur fleygt fram og nýjar kvenkyns kynslóðir vísindamanna taka stjórnina á áætlanagerð og úrlausnum. Engan óþarfa ótta þarf því að hafa þegar jörð hristist nú?
Reykjanesbraut í hættu en byggð sleppur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2021 | 15:04
Meira en þefur, ranglætið virðist halda áfram?
Miðað við kosningamálin sem eru í sjónmáli er jöfnun kosningaréttar ekki á dagskrá. Íbúar Suð-Vesturs kjördæmis og fyrirtæki búa við mismunun, óásættanlegur lýðræðisríki. Frambjóðendur eru ekki að rugga bátnum út af því? Björn Bjarnason og Vilhjálmur Bjarnason hafa vakið athygli á mismun sem dregur úr fylgi og veldur nýjum flokkamyndunum.
Er í lagi að ríkið og stofnanir þess vinni saman við að rannsaka mál, sakfella menn og fyrirtæki. Hefur ekki eitthvað farið úrskeiðis á leið og einstökum stofnunum verið veitt meira vald en æskilegt getur talist í lýðsræðisríki. Er saknæmt að reka og stofna fyrirtæki í útlöndum, greiða þar há laun og kostnað í gegnum erlenda banka? Koma síðan heim með auð eða reynslu og verða gert að svara til saka um að hafa reynt að hlunnfara vanþróaðar þjóðir sem sækjast eftir tækniþekkingu.
Er raunsætt að láta fjármálasæi fara þverandi hjá ungum mönnum og fela framtíðarstjórnun í hendurnar á kvenmönnum? Var það góð stjórnsýsla og skipan dómsmála að sonur helsta brautryðjanda i verslun á síðari hluta tuttugustu aldar að hafi legið undir grun og ákæru í næstum tvo áratugi. Í liðinni viku viðurkenndi ríkið að hafa brotið á forstöðumanni banka erlendis, eftir þrautagöngu í gegnum réttarkerfið og ríkið fær enn annan áfellisdóminn.
Eitt er að koma málum áfram og annað að koma sér á framfæri með sínum fylgismönnum, stuðningshóp. Flokkar þurfa þingmenn sem geta náð alla leið og lagt drög að skýrri löggjöf. Aðrir eru ráðherraefni, glöggir framkvæmdastjórar og fylgnir sér? Með fleiri flokkum þverr krafturinn og styrkleikinn við að koma góðum málum áfram í höfn?
Einstakir flokkar gera út á ójöfnuð, mismuna og hafa náð ótrúlega langt þótt smáflokkar væru. Þingmenn þeirra tala út og suður. Sagt er að stjórnmálaflokkar ráði ekki lengur stéttarfélögum eða hagsmunasamtökum atvinnurekenda. Þó má sjá að einstaka flokkar treysta á ójöfnuð og gera út á hann í stað þess að styðja við fyrirtæki og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga.
Þá má velta því fyrir sér hvort kjósendur séu almennt nógu upplýstir um stjórnskipun ríkisins eða hversvegna kosningalæsi sé ekki kennt í framhaldsskólum. Áður en ungir menn missa trúna á stjórnmál. Engin verður meistari án fræðslu eða þjálfunar. Ekkert er sjálfgefið og lýðræðishalla má sjá víða um lönd. Stjórnarskráin á að vera skyldu lesning og aðgengileg öllum, jafnt lesblindum, sjóndaufum, eins og fleiri sáttmálar sem skipta máli.
Kosningaþefur af bólusetningardagatali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2021 | 17:13
Er sama stjórnarmynstur hér og í Danmörk?
Mette Frederiksen forsætisráðherra stýrir miðflokka samsteypustjórn í Danmörk og fer á stundum ótroðnar slóðir. Hún ræddi við leiðtoga Ísrael og um bóluefni í fyrri viku. Hún boðar að baráttan við veiruna verði löng og erfið, þörf sé á að skimanir skulu gerðar aðgengilegar fljótt og með minni kostnaði.
Allt að fjögur hundruð þúsund manns á að vera hægt að bólusetja á viku með skipulagningu á heilsugæslu og uppfræðslu sjálfboðaliða. Ekki ósvipað og var gert hér á stríðsárunum með markvissri þjálfun björgunarsveita.
Stjórn hennar hefur lýst því yfir að hún vilji takmarka meir komu flóttamanna inn í landið. Stjórnin virðist því eins og margir miðjuflokkar á Norðurlöndunum vera fylgjandi meiri "hægristefnu" en áður var og um leið hafa samvinnu í Evrópumálum.
Hér aftur er reynt að líta svo út í kosningabaráttunni að sérstaða Jafnaðar og Viðreisnarmanna sé ólík Sjálfstæðisflokki. Þegar á reynir er það að mestu fyrir bí? Eitt sem veldur fylgistapi Sjálfstæðisflokk er hræðslan um meiri samvinnu við ESB. Er hún ekki óþörf þegar innganga er ekki á dagskrá?
Geta bólusett mun hraðar en áður var talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.2.2021 kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2021 | 14:15
Varnarræða hinna áhrifalausu og flokkurinn
Rósa Björk er ekki á þröngu einstigi heldur á fjöldans braut. Þar á meðal fjöldi óákveðna kjósenda í Sjálfstæðisflokki. Eflaust einn stærsti umkomulausasti, óskipulagði flökkuhópurinn sem þráir að finna fast land undir fótunum, missa ekki fjöreggið undir vinstri elítuna. Lýðræðishallinn og fulltrúalýðræðið, tímavélin eða uppmálaður netófullkomleikinn?
Trump, áður valda mikill þjóðhöfðingi, fráfarandi nú ekki sá eini er finnur sig utangarðs. Valdalausan og óstyrkan, heldur eru um að ræða einstaklinga í breiðum hópum út um allan heim sem kanna styrkleika sinn. Bíða efir hugrökkum foringja ef þeir sjálfir eru ekki tilbúnir að ýta bát úr vör og byrja ferð. Aðrir eru enn í vanda, leita að vegsemd í dómssal? Á langri vesturbæjarleið eða eiga erfitt með að viðurkenna vanmátt sinn.
Rósa fór heldur hraplega út úr flokki, með málefni sem fáir skildu eða var kunnugt um. Flestum óviðkomandi, öðrum en þeim umhyggjulausu sem er faraldshópur í mörgum löndum í leit að betri tækifærum og lífsauðgi. Hvort hún hafi erfiði eða erindi í vesturbæjarvinnu með nýja flokknum á eftir að koma í ljós. Vandinn er sá að skilja sjálfan sig og umhverfið á hverjum tíma. Gera síðan áætlun um að láta til skara skríða, leggja staðfastur af stað með nýtt veganesti og trú á sjálfan sig.
Ef það gengur ekki er alveg eins gott að kynna sér Hamlet Shakspeare, næla sér í meiri greiningu á persónum eða lyndiseinkunn sinni, hvað maður ber í farteskinu? Í Okkar Allra eru vitanlega til margar skáldlegar útgáfur, en til öryggis eru fegnir til verka bókmenntamenn. Fagmenn til að öðlast skilning á boðskap morgunþáttar dagsins. Á verki Ian McEwan, enskur rithöfundur og bókinni Hnotskurn. Á kosningaári er einkar nytsamlegt að sýna skapgerðarleikrit og fylla leikhúsin með grímuklæddum. Sjálfshjálparvél hinna umkomulausu þar sem allt endar venjulega með einhverjum hryllingi, því betra.
Ýmislegt sem Rósa Björk vill gleyma sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson