Meira en þefur, ranglætið virðist halda áfram?

Miðað við kosningamálin sem eru í sjónmáli er jöfnun kosningaréttar ekki á dagskrá. Íbúar Suð-Vesturs kjördæmis og fyrirtæki búa við mismunun, óásættanlegur lýðræðisríki. Frambjóðendur eru ekki að rugga bátnum út af því? Björn Bjarnason og Vilhjálmur Bjarnason hafa vakið athygli á mismun sem dregur úr fylgi og veldur nýjum flokkamyndunum.

Er í lagi að ríkið og stofnanir þess vinni saman við að rannsaka mál, sakfella menn og fyrirtæki. Hefur ekki eitthvað farið úrskeiðis á leið og einstökum stofnunum verið veitt meira vald en æskilegt getur talist í lýðsræðisríki. Er saknæmt að reka og stofna fyrirtæki í útlöndum, greiða þar há laun og kostnað í gegnum erlenda banka? Koma síðan heim með auð eða reynslu og verða gert að svara til saka um að hafa reynt að hlunnfara vanþróaðar þjóðir sem sækjast eftir tækniþekkingu.

Er raunsætt að láta fjármálasæi fara þverandi hjá ungum mönnum og fela framtíðarstjórnun í hendurnar á kvenmönnum? Var það góð stjórnsýsla og skipan dómsmála að sonur helsta brautryðjanda i verslun á síðari hluta tuttugustu aldar að hafi legið undir grun og ákæru í næstum tvo áratugi. Í liðinni viku viðurkenndi ríkið að hafa brotið á forstöðumanni banka erlendis, eftir þrautagöngu í gegnum réttarkerfið og ríkið fær enn annan áfellisdóminn. 

Eitt er að koma málum áfram og annað að koma sér á framfæri með sínum fylgismönnum, stuðningshóp. Flokkar þurfa þingmenn sem geta náð alla leið og lagt drög að skýrri löggjöf. Aðrir eru ráðherraefni, glöggir framkvæmdastjórar og fylgnir sér? Með fleiri flokkum þverr krafturinn og styrkleikinn við að koma góðum málum áfram í höfn?

Einstakir flokkar gera út á ójöfnuð, mismuna og hafa náð ótrúlega langt þótt smáflokkar væru. Þingmenn þeirra tala út og suður. Sagt er að stjórnmálaflokkar ráði ekki lengur stéttarfélögum eða hagsmunasamtökum atvinnurekenda. Þó má sjá að einstaka flokkar treysta á ójöfnuð og gera út á hann í stað þess að styðja við fyrirtæki og fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinga.

Þá má velta því fyrir sér hvort kjósendur séu almennt nógu upplýstir um stjórnskipun ríkisins eða hversvegna kosningalæsi sé ekki kennt í framhaldsskólum. Áður en ungir menn missa trúna á stjórnmál. Engin verður meistari án fræðslu eða þjálfunar. Ekkert er sjálfgefið og lýðræðishalla má sjá víða um lönd. Stjórnarskráin á að vera skyldu lesning og aðgengileg öllum, jafnt lesblindum, sjóndaufum, eins og fleiri sáttmálar sem skipta máli. 

 


mbl.is Kosningaþefur af bólusetningardagatali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband