Sex af sjö milljónum tilfella. Stjórnsýslan veik?

Hvar eru þeir harðgerðu afkomendur víkinganna sem lifðu af miðaldir og stærstu eldgos á átjándu öld. Hversvegna að loka öllum gáttum og neita að aðlagast veirum og bakteríum. Er það markmið heilbrigðs að forðast allar nýjar viðsjálar bakteríur?

Sóttvarnir eru allt annað en aðlögun. Veirufrítt land er ekki sjáanlegt og nýjar bakteríur eru hluti af náttúrunni að búa til sterkari stofna. Þeir sem fengu berklabakteríuna á unga aldri voru líklegri til að lifa af heldur en þeir eldri. Mörgum árum síðar komu nægilega sterk lyf sem læknuðu flesta. Hér hafa ekki margir dáið úr Covid 19 farsóttinni og engin er á sjúkrahúsi.

Hingað koma nú þúsundir farfugla sem við fögnum um sumarmál. Verða brátt fleiri en mannfólkið og bera með sér bakteríur. Ferðamenn sem hingað koma hafa gert landið byggilegra og styðja við innlenda uppbyggingu sem við stjórnum. Að loka algjörlega á þá er ákveðin uppgjöf.

Takmörk eru alltaf fyrir því hve mörgum hröktum flóttamönnum er hægt að veita hæli og aðstoða hér á landi. Tvírætt getur verið að senda þá í yfirsetnar flóttamannabúðir en það er önnur umræða. Treysta verður þá að stjórnvöld geti ráðið við vandann og nái að stjórna umferð og opnun leiða.

 

 


mbl.is Bíða með að bólusetja með Janssen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spurningin er kannski um kyn og aldur hér. Ungar konur eru í mestu hættunni þarna. Hversu margar ungar konur voru meðal þessara sjö milljóna? Ath. að dánarlíkur konu á aldrinum 20-30 ára af kóvít eru ein á móti hálfri milljón. Hafi konur á þessum aldri t.d. verið hálf milljón af þessum sjö, allir blóðtapparnir verið í þeim hópi, og dánarlíkur af blóðtappanum ein af hverjum fjórum, þá má búast við að þrjár af milljón deyi úr honum, en tvær af milljón úr kóvít. Og þá er ekki ráðlegt að gefa þessum hópi bóluefnið.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.4.2021 kl. 19:37

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Nú eru margir hvumsa þegar Gúlagstjórnun er nefnd. Ofstjórn er álíka og engin stjórn. Leiðsögn og samræður í stað boða. Flestir skilja rök en þegar búið er að búa til hinn illa anda er auðveldara að fá jámenn inn á teppið og samþykkja takmarkanir. 

Sigurður Antonsson, 13.4.2021 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband