Flóttabörn og hraðlæsi. Leikarar með athyglisgáfu

Fyrsti sálfræðingurinn sem ráðinn var til Melaskóla var nýkominn frá námi í  Þýskalandi. Hann tók við okkur lesblindu börnunum í viðtalstíma og lét okkur leika með kubba og trémyndir. byggja brýr og hús. Allt á góðu nótunum og ég man að mér fannst upphefð í því að fara í viðtalstíma við ungan, lærðan mann.

Það var mikill léttir fyrir foreldrana að heyra að barnið gæti lært allt og hraðlæsi næðist seinna. Lesskilningur með lærdómi og þroska. Besta ráðið var þá að flytja hina treglæsu nemendur á milli bekkja. Gat leiðin legið úr B bekki í A, þaðan í C eða E. Losnuðu þá viðkomandi kennarar við hina hægfara og gátu haldið uppi hraða í lestímum. Leshraða til að komast yfir ákveðið magn bóka?

"Lesblindu" börnin sem voru misjafnlega hraðlæs notuðu tímann við að uppgötva og settu upp spurningamerki. Skildu lítið í þessum bekkjaflutningum. Önnur sem vantaði tilbreytingu og fjör gerðu grín að kennurunum ef ekki annað var tiltækt.

Mörg voru svo færð upp bekkja stafrófið áður en þau fóru í landspróf. Þar var einn ágætur kennari framsóknarmaður og borgarfulltrúi Kristján Benediktsson á leið minni, vildi hann öllum sínum nemendum vel. Hvort hann hafi uppgötvað hverskonar háska hraðbraut var framundan veit ég ekki. Landsprófið reyndist nemendum misjafnlega vel og aðrir lentu þar í kviksyndi hraða og stagls, beina braut út á sjó. Blindgötur eru margar í menntakerfinu eins og víða annars staðar og mörg flóttabörn.

Hef heyrt að velmeinandi barna og menntamálaráðherra ætli nú að umturna öllu mentakerfinu í leit sinni að hinum rétta sannleika. Nú sé von að leysa megi hnúta og þá verði að skipa nýja menn til að umbreyta. Veit ekki hvort Ilmur leikkona eða aðrir ólíkir leiksjáendur séu sammála, en víst er að kennsluvísindin hafa ekki uppgötvað allan sannleikann. 


mbl.is Ilmur reif blaðið frá skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband