Þríeykið Katrín, Kári og Svandís geta minnkað kreppuáhrifin?

Englendingar eru ekki að loka flugvöllum sínum og mismunandi smitvarnir viðhafðar. Aðalflugvelli Breta hefur ekki verið lokað vegna kórónuveirunnar. Bretar ætla að fara út úr EBS án samninga og samþykktu með naumum meirihluta úrsögn. Eitthvað líkt hefur nú hent okkur þegar ákvarðanir voru teknar um að setja á hertar aðgerðir frá 19. ágúst.

Samráð Katrínar, Kára og Svandísar miðaði að því að ná fullkomleika í nafni vísinda sem að sjálfsögðu er ekki hægt. Heilsuráðuneytið og heilsugæsla var í þann mund að ná tökum á fjölda skimunum við landamærin, einnig var von á nýjum fljótvirkum skimunartækjum í september. ÍE gat á sama tíma helgað sig eigin verkefnum þegar skyndilega var breytt um stefnu?

Veiran er hluti af þróun náttúrunnar og það verður ekki ráðið hvert hún er að fara með þessari farsótt, nema ef það væri til að styrkja ónæmiskerfið til lengri tíma hjá mannfólki. Hversvegna eru t.d. heilbrigð börn að sleppa við veiruáhrifin? Minna má á að börn sem lifðu á tímum berkla mynduðu mörg varnir gegn smiti og þótti það mjög jákvætt í baráttunni við  lungnasjúkdóm.

Í okkar þjóðfélagi eru það hlutverk stjórnmálamanna að finna lausnir og vinna þeim fylgis. Ákvarðanaóreiða er orð sem heyrist oftar en ekki af munni þeirra sem skilgreina mikilsverðar ákvarðanir, t.d. hagfræðingar og stjórnmálaskýrendur. Víðsýn stefnan í heilbrigðismálum skiptir hér mestu mali í veiruvörnum gegn farsótt sem hefur mælst hér frekar væg miðað við margar aðrar. Góður árangur sem hefði getað orðið betri með meiri samvinnu.

Vonandi gefst ráðandi stjórnmálamönnum gæfu til að endurskoða aðferðafræði sína þegar mikið er í húfi. 

 


mbl.is Standa frammi fyrir flóknum valkostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband