Ný útspil lögmanna í umræðuna

Flugleiðir aflýsa m.a.k. þremur flugum í dag, en Easy yet, Lufthansa og Wizz air fljúga á morgun. Ekki eru allir að átta sig á stöðunni á flugferðum til landsins, en varla getur það verið ásættanlegt fyrir ríkisstjórnina eða íbúa að landið sé með jafn skertar samgöngur og raun ber vitni?

Í vikulokin hefur umræðan tekið nýja stefnu. Óhlutdrægir lögmenn lýsa skoðunum sínum á hertun aðgerðum á landamærum 19. ágúst sem margir telja víðtækari en almennt gerist í vestrænum ríkjum.

Björn Bjarnason fyrrum ráðherra reifar regluna um meðalhófið  á heimasíðu sinn í dag. Sama dag hafði hæstaréttarlögmaðurinn Reimar Pétursson komið með nýtt útspil inn í umræðuna, vitnar í stjórnarskrá og lög á "netsíðu" Fréttablaðsins. en fréttastofa RÚV gat um í fréttum. Mál til komið að lögmenn létu sitt álit í ljós, en almennt hefur umræðan um hertar aðgerðir farið hægt af stað þótt fjölmargir einstaklingar hafi tjáð sig á netsíðum og í fréttum. 

Stjórnarskráin leggur áherslu á tjáningarfrelsi í 72.gr. og í þeirri 75.gr. er tekið fram "að sérhver vopnfær maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins." Þá vitum við það að gert er ráð fyrir að hinn almenni borgari skiptir máli þegar mikið liggur á og þarf að vera upplýstur. Í einstökum ríkjum er skylda að kjósa í almennum kosningum. 

Er hér ekki komið allt sem þarf til að átta sig á að gengið hafi verið of langt með hertum aðgerðum ríkistjórnar? Ríkisvaldið getur aldrei tryggt borgarana fyrir dauðsföllum með víðtækum reglugerðum og tilvísun í sóttvarnarlög. Mikill er og ábyrgð ráðherra sem tekur að sér að loka landamærum til lengri tíma ef nægilegar og gildar ástæður eru ekki fyrir hendi. Um ábyrgð ráðherra í 14.gr. stjórnarskrá segir: "Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum."

Þá segir í 69.gr. stjórnarskrá: Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefji, enda þarf lagaboð til." Hér eru allstaðar ákvæði í stjórnarskrá sem skipta máli en öllu jöfnu er stjórnarskráin lítið til umræðu.

Í grein Björns Bjarnason um Ríkisvald gegn veiru segir. "Um 86% allra dauðsfalla á Vesturlöndum og 70-80% af heilbrigðiskostnaði sé vegna lífsstílstengdra langvinnra sjúkdóma en aðeins 1,6% heilbrigðisútgjalda sé varið í forvarnir."

Tilvísun í frétt Mbl. Það bend­ir til þess að ráðstöf­un­in hafi hingað til verið ónauðsyn­leg en henni er ætlað að grípa þá sem koma í fyrri skimun svo ný­lega smitaðir að þeir grein­ast ekki strax. Veir­an kem­ur síðan fram nokkr­um dög­um síðar og ætti þá að finn­ast í seinni skimun. Þá kom einnig fram að 123 þúsund hafi verið skimuð frá upp­hafi við landa­mær­in en 12 reynst hafa haft veiruna við skimun en ekki greinst. Það er 0,01% hlut­fall."


mbl.is Nýtt fyrirkomulag hingað til tilgangslaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vel mælt Sigurður!

Þorsteinn Siglaugsson, 30.8.2020 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband