Máttur Valitors er mikill.

Stærðargráða VISA er af sömu náttúru og hjá öðrum alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Coca Cola, Microsoft og fl.

Vilja bola hinum smærri út af markaði. Oft hef ég sagt vinum mínum á fyrirtækjamarkaði að viðskiptakjör Kortaþjónustunnar séu mun betri en hjá Valitor. Getur munað meir en helming og á stundum eru það milljónir sem renna til þeirra að óþörfu. Þá er svarið gjarnan það að þeir hafi lækkað sig þegar þeir kvörtuðu. Síðan er bara haldið áfram að greiða þeim allskonar aukagjöld sem að lokum almenningur greiðir.

Kostnaðarmeðvitund Íslendinga er ekki alltaf í há hæðum. Menn gefa sér ekki tíma til að betrun bæta rekstur, staldra við og sjá hvar má ná betri árangri. Eyþjóðfélög búa alltaf við hærra verðlag heldur en meginlönd. Einfaldlega vegna fjarlægðar og flutninga til og frá landinu. Á Hawaii er verðlag um 10-15 % hærra en á meginlandinu. Hér er það enn hærra 15-30% sem á skýringar í smæðinni og fámenninu.

Það er því vel þegar utanríkisráðherrann boðar tollalækkanir milli landa. Þær fela í sér mörg atvinnutækifæri þótt ASI menn sjái þau ekki. Þeir virðast vilja meiri einangrun sem auðveldar þeim valdaspilið. Eybúar þurfa á öflugum kaupmönnum sem geta selt sína þekkingu milli landa.

 


mbl.is Íhuga að fara í skaðabótamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband