Ríkisstyrkir VG

Ráðherra Íslands og fyrrverandi foringi VG, núverandi þingmaður vill nú láta Bjarnarflagsvirkjun njóta vafans. Hann sér að stór hluti kjósenda hans vilja leysa affallsmálin fyrst. Fyrir nokkrum vikum lagði hann fram frumvarp sem var samþykkt, um milljarða ívilnanir til kísilsvers á Bakka. Hann skrifaði upp á kosningavíxilinn eins og margir aðrir hyggjast gera.

Hann væntir þess að komast aftur á þing fyrir norðan í skjóli misréttis atkvæða. Það þurfa ekki nema rúmlega þrjú þúsund að greiða honum atkvæði. Í Suðvesturkjördæmi er krafist að hátt í fimm þúsund atkvæði standi að baki þingmanni. Auðvitað vildu VG þingmenn ekki samþykkja stjórnarskrá sem myndi jafna atkvæðisrétt eða skerða völd ráðherra.

VG auglýsir nú dag hvern með hálfsíðu í Fréttablaðinu á besta stað góðverkin sín, sem öll eru ríkisstyrkt. Kjósendur fá að borga en VG handvelur menn sem þeir styrkja þegar þeir eru við völd. Aðrir komast varla að. Þetta heitir fulltrúalýðræði.


mbl.is Tók því ekki fyrir tvo mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband