Framsókn lofaði 90% húsnæðislánum

Nú vill hún draga þá sem eru í vandræðum vegna yfirboðs flokksins að landi. "Rjúfa umsátrið um heimilin". Flokkurinn lofar nú illa stöddum heimilum bót og réttlæti án þess að nefna hver eigi að borga.

Sjálfkjörnir Giftmenn flokksins fóru ránshendi um eigur samvinnumanna og VÍS. Flokkurinn hefur ekki hreinsað sig í þeim málum eða af ábyrgð sinni á vandræðum Orkuveitunnar. Hann ætlar sér nú nýja landvinninga og sjálftöku. Slíta á Schengentengslin og einangra okkur frá meginlandinu.

MMR skoðanakönnun er haldið á lofti í Pressunni. Hún sýnir 20% fylgi Framsóknar.  Fæstir vita fyrir hverju MMR stendur eða hverjir stýra fyrirtækinu. Óskað er eftir álitsgjöfum og hver og einn flokksmaður getur þannig haft áhrif á þær. Nýjustu kannanir MMR eru á skjön við aðrar kannanir og sýna Framsókn í öðru sæti af fjórflokknum, aðrir komast varla á blað.  


mbl.is Sigurður Ingi kosinn varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skattgreiðendur eru nú þegar að greiða skuldir heimilana, hvaðan heldur þú að vaxtabætur sé komnar frá? Hint, skattgreiðendum.

Að tala um eitthvað sem gerðist fyrir mörgum árum hjálpar ekki ástandinu í dag. Þar fyrir utan þá held ég allflestir sem eru í efstu sætum á listum (F) hafi sennilega ekkert með SÍS hrunið að gera.

Er það einhver einangrun að þurfa að sýna vegabréf á landamærum þess lands sem verið er að fara í, ég þarf að sýna vegabréf allstaðar sem ég fer og finnst ekkert að því.

Þú ert kanski ánægður með öll þessi glæpagengi sem koma til landsisns og ekki hægt að stoppa af því að það er enginn vegabréfskoðun þegar farþegi kemur frá SChengenlandi.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 17:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Framsókn lofaði 90% húsnæðislánum

...sem hefði verið í lagi ef þau hefðu ekki verið með síhækkandi verðtryggingu, heldur byrjað að lækkað niður fyrir 90% strax frá fyrsta gjalddaga eins og eðlileg lán gera. Slíkt lán er komið í 80% á 4 árum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2013 kl. 18:01

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er alveg sama hvað gert verður til að hjálpa skuldugum heimilum, ef verðtryggingin er ekki tekinn af þá eru allar aðgerðir eins og að setja heftiplástur á svöðusár.

The evil twins, verðbólga og verðtrygging koma til með að éta allar aðgerðir upp á mjög skömmum tíma.

Því ekki að legja af verðtrygginguna og nota vaxtabæturnar, afnema 470 miljónir bíókarla, afnema fæðingarorlof, og fleira mætti týna til, því að kostnaður á að afnema verðtrygginguna kemur til með að kosta meira tvær þrjár krónur til að byrja með, en kemur til með að skila arði í framtíðini.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 18:30

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Jóhann

Það munu vera ákvæði í Schengensamningunum sem leyfir meira landmæraeftirlit. Danir hafa notfært sér það. Eins er hægt að leyfa öðrum en ESB búum að fá vinnu hér, t.d þegar vantar sérhæft fólk. Líkt og Bandaríkjamenn gera. Það er bara ekki notað.

Auðvitað er slæmt að horfa upp á afbrotamenn koma hingað en þá á lika að senda þá strax af landi brott. Það dugar ekki að einangra sig frá umheiminum. Allt annað með Bandaríkjamenn sem eru sjálfir sér nógir í öllu, yfir 330 milljónir. Þeir hafa þurft að læra að lifa saman með ólíkum þjóðflokkum.

Mér líst ekki á einangrunarstefnu nýju mannanna í Framsókn.

Þeir hefðu líkað getað beðið afsökunar á framferði sjálftöku manna sinna í hruninu.

Tölfræðilega er 90% lán mögulegt en ekki á Íslandi. Næsta ríkisstjórn verður að setja á verðstöðvun eigi hún að lifa af. Gjaldeyrishöftin verða líka viðloðandi verði ekki tekinn upp annar gjaldmiðill og stuðningur í efnahagsstjórnun. Tryggvi Þór sjálfstæðismaður hafði ákveðnar lausnir en honum var úthýst.

Sigurður Antonsson, 9.2.2013 kl. 19:12

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikil ósköp Sigurður, það að bjóða bara upp á 90% íbúðarlán kemur ekki til með að lagfæra skuldir heimilana.

Ég hef ekki lesið (F) manifesto, og get ekki sagt neitt um ef þeir eru með einhverjar aðrar aðgerðir en þessi 90% lán. Ég býst nú frekar við því.

Ef að vertryggingin er ekki afnumin þá skiptir ekki nokkru máli hvað Ríkisstjórnir gera til að hjálpa skuldafeni heimilana í framtíðini. Verðbólgan og verðtryggingin éta upp allar aðgerðir, bara tíma spursmál hvenær allt fer út í það sama og er nú.

Einhversstaðar las ég það að það sem danir eru að gera á sínum landamærum sé brot á þessari Schengensamþykkt og að ESB líti með hornauga á þetta.

Eins og ég skrifaði í fyrri athugasemd að þurfa að sýna vegabréf á landamærum er ekki nein einangrun fyrir íslendinga, smá óþægindi eins og þegar íslendingar fara til London.

Og talandi um London ekki eru bretar í Schangensamkomulaginu og þeim finnst þeir ekkert vera einangraðir.

Gjaldeyrishöftin eru þarana vegna þess sem menn kalla SNJÓHENGJUNA, (jöklabréfin). Þegar það er búið að taka á þeim vanda þá fyrst verður hægt að aflétta gjaldeyrishöftin.

Lestu alla (F) manifesto og það ættla ég að gera þegar ég hef tíma og svo tek ég loka afstöðu hvort ég get stutt þeirra manifesto.

Auðvitað verður það mín skoðun og ég er viss um að það verða margir aðrir með aðra skoðun.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 19:37

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Guðmundur

Sá að á síðu þinni að Hagsmunasamtök heimilanaa hafa tillögur um afnám verðtryggingar. Skili ekki af hverju framámenn Bjartra F. vildu ekki liðsinna ykkur? Það að hinir flokkarnir hafi ekki svarað ykkur bendir til þess að þeir hafi ekki lausnir.

Jóhann

Landsbankinn undir stjórn Vinstri Grænna er í slæmum málum með álíka snjóhengju. Þeir hafa samið við lánadrottna að greiða sín kúlulán með gjaldeyri. Flokkarnir hafa ekki sýnt fram á hvernig þeir ætla að forða okkur frá snjóflóði. Ef það kemur nýr alvöruflokkur með lausnir á þessum vanda og skuldum heimilanna mun hann fá mikið fylgi.

Í veðurfréttunum okkar sá ég að veðrið og hitinn í Las Vegas er álíka og hér í dag.

Sigurður Antonsson, 9.2.2013 kl. 20:05

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú erum við sammála Sigurður.

En það sem Guðmundur er að segja er hárrétt, verðtryggingin verður að vera gerð ólögleg fyrr er ekki hægt að leysa skuldafen heimilana.

Stjórnarflokkarnir hafa ekki haft neinar varanlegar hugmyndir sem koma til með að bjarga skuldfeni heimilana. En meðan vertryggð lán eru leifð, þá kemur verðbólgan og verðtryggingin og éta upp allar þær aðgerðir sem gerðar eru, bara tímaspursmál hvenær.

Þessi svokallaða snjóhengja eru jöklabréfin frægu, og það eina sem ég hef heyrt hvernig væri möguleiki að afgreiða það kemur frá Hægri Grænum. Ekki veit ég hvort það er löglegt eða geranlegt en kanski ætti að athuga það alvarlega.

Já hér í Las vegas er hitastig um frostmark eldsnemma að morgni og um 10 gráður í eftirmiðdaginn, skíta kuldi en sólskin og logn.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband