Aðgát skal höfð í upphafi ferðar

Óskiljanlegt þegar gönguhópar fara á há fjöll um vetur þegar allra veðra er von. Ferðafélagið auglýsir mikið gönguferðir um helgar á fjöll um hávetur.  Þegar Útivist heldur sig við strendur og á láglendi fyrstu mánuði ársins.

Hæðarmunurinn skiptir öllu máli. Jafnvel að sumri getur verið viðsjárvert að klífa fjöll í þoku og rigningu. Farastjórar eru misjafnlega undirbúnir og á stundum vantar góð kort. Í slagveðri blotna flestir inn að skinni og kólnunin er ör ef menn eru ekki vel klæddir. Sjálfur hef ég verið með í hóp þar sem farastjóri vissi ekki hvar átti að fara niður af 1000 metra háu fjalli í þoku og rigningu. Niður brattar skriður og við hála móbergshjalla. Það var svo ekki fyrr en ein stúlkan sagði upphátt að hún væri dauðhrædd og orkaði ekki að fara lengra, að snúið var við. Fyrir neðan snarbratta lausa grjótskriðuna voru klettar og mörg hundruð metrar niður að árfarvegi.  

Á haustin dimmir fyrr og oft má engu muna að menn nái í áfangastað fyrir myrkur. Gott er að vita af björgunarsveitarmönnum sem ávallt eru tilbúnir til leitar, en einstaklingar og hópar eiga að bera ábyrgð á ferðum sínum. 


mbl.is Mikill viðbúnaður við Esjurætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband