Eru kommúnistar á Íslandi?

 

Blaðvillingar á Fréttablaðinu telja það gamaldags að kenna menn við kommúnista, en þessir herramenn hafa heldur ekki lifað tímana tvenna. Eru venjulega ungir að árum og vita lítið um grímur kommúnista. 

Höfundar Kommúnistaávarpsins í Englandi vildu afnema eignarrétt borgarastéttarinnar. Þeim varð ekki verulega ágengt í boðskap sínum fyrr en eftir seinni heimstyrjöldina. Þegar Stalin tókst að innlima og setja undir ráðstjórnina fleiri lönd í Austur-Evrópu.  Maó og Castró tókst einnig að mynda land öreiganna með blóði og tárum eins og Lenín hafði gert í Rússlandi. Kúba hefur verið dæmigert nútíma tákn kommúnista, þar sem öreigabyltingin var nánast útfærð eins og í Kommúnistaávarpi Marx og Engels. Helsta markmið fræðimannanna var að afnema eignarréttinn, þá myndi paradís öreigana birtast. Öreigalandið eða land kommúnista hefur hvergi náð góðri fótfestu nema undir einræðisstjórn. Kúba Catrós og Rússland Stalíns er skelfingin uppmáluð. Maó kom á blóðugum kommúnisma og arftakar hans eru nú að mynda nýtt auðvald og borgarastétt.

Ríkisstjórn sem nú situr hefur unnið í anda kommúnista eins og kínverska "alþýðulýðveldið". Aukið völd auðstéttar í skjóli bankafjármagns en skapað nýja öreigastétt sem ekkert á. Hún hefur fært aukin völd til lífeyrissjóða og látið ríkisbankann taka þátt í plotti framtakssjóða. Landsbankinn lagði 19 milljarða af 21 milljarði til að kaupa hlut í Framtakssjóði Lífeyrissjóða. Ríkisstjórnin hefur leyft bönkum að yfirtaka eignir skuldara í krafti vaxta og verðtryggingar. Umsátrinu sem stjórnmálamenn lögðu grunninn að og hefur staðið í fimm ár er ekki lokið.

Forystumaður ríkisstjórnarinnar skóp íbúðarlánakerfi sem er komið að fótum fram og gerir ekkert annað en að framleiða öryrkja sem verða að lifa á bótum. Ríkisstjórnin hefur á fleiri sviðum reynt að afnema eignarréttinn. Aukið forréttindi banka og lífeyrissjóða til að kaupa og reka fyrirtæki. Hún hefur lagt á "auðlegðarskatt" sem er ákveðið form eignaupptöku hjá borgarastéttinni. Hann nær ekki til lífeyrissjóða sem eru nánast eins og heilög kú sem lítur stjórn útvaldra. Eigendur fjármagns lífeyrisjóðanna, launamenn eru réttindalausir og hafa enga beina aðkomu að stjórn eða ávöxtun. Atkvæðarétturinn fyrir borð borinn eins og hjá kommúnistum.

Atvinnurekendum er gert skylt að taka þátt í þessum dansi og nú er boðað að auka greiðslur til lífeyrisjóðanna í 15% á árinu 2015. Greiðslur sem eru ekkert annað en skattgreiðslur á laun. Versta birtingarmyndin er samt sú að stjórnmálmenn stærstu flokkanna ætla að halda áfram á sömu braut og styrkja lífeyrissjóðskerfið. Kerfi sem skilar mestu fjármagni til ríkissjóðs í ógagnsærri mynd skatta á að viðhalda.

Alræðisstjórnir í Evrópu og Asíu drápu milljónir manna í skjóli þess að þeir væru að koma á fót sæluríki öreiganna. Þeir héldu á lofti stefnu Marx on Engels. Stór hluti af menntastéttinni á Íslandi fylgdi lengi vel stefnu kommunista í Austur-Evrópu. Mannfórnir eru fjarri okkur sem búum á lítilli eyju norður í hafi, en engu síður er margt úr Kommúnistaávarpinu notað er til að styrkja stefnumál ríkjandi stjórnvalda. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband