4.6.2020 | 07:25
Eftir á vitringur. Ekki sök útlánastefnu Seðlabanka
Eftiráskýringar oft furðulegar en hvað er verið að fela annað en óburðugt fjármálakerfi. Að skella skuldinni vegna verðbólgu á framgang ferðaþjónustu sem skapað hefur miklar gjaldeyristekjur frá aldamótum eru einfaldar skýringar. Lág laun í ferðaþjónustu hafa verið hærri en í mörgum undirstöðugreinum og mun hófsamari en hjá embættismönnum.
Hrakspár um faraldur í haust ekki tímabærar þegar máttur kórónuveiru er að fjara út. Talsverður annar bragur á erindi Bryndísar Sigurðardóttur yfirlæknis þegar hún hélt tölu í Háskóla Íslands um vafasamar hópskannanir. Smitkannanir sem gætu eins talist rannsóknarverkefni sóttvarnarlæknis sem hægt er að framkvæma á öðrum vettvangi?
![]() |
Ferðaþjónustan fyrir faraldur var bóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2020 | 06:10
Arka af stað."Mette abner grænsen til tre lande"
Það er auðveldara að loka en opna. Sölumenn Spánarferða í Danmörku eru sagðir í áfalli. Spánn enn lokað en landamæri við Þýskaland hafa verið opnuð frá 15. maí. Ítalir opna landamæri sín í byrjun júní. Flugferðir frá Íslandi verða til fjögra landa, án smitvarna, leyfðar frá 15. júní. Til Grænlands, Færeyjar, Danmörku og Þýskalands. Samspil ríkis og fyrirtækja er sjaldan mikilvægara en í kreppu.
Opna til þeirra landa sem hafa verið jákvæðastar í garð Íslands síðustu áratugi. Frá þýskalandi og Danmörku hafa komið flestir ferðamennirnir. Fyrir þeim er svalt norðrið tákn frískleikans og víðáttunnar. Þeir finna blóm í óbyggðum og sjá oft það sem aðrir koma ekki auga á. Krían mín kom í gær, spræk og frískleg að venju eftir 10 þúsund kílómetra flug að sunnan. Um leið sá ég síðustu margæsina fljúga í vestur til Baffinslands. Þær koma nákvæmlega á réttum tíma til að leita sér að hreiðurstæði og fagna með okkur sumarkomunni.
Vissulega þarf kjark til að opna eftir að loka hafði verið með stæl. Þegar landið og aðstæður eru þekktar er það ekki eins erfitt. Kínverskar lokunaraðferðir sem eiga við hjá milljarða þjóð eru óþarfar í Norðurhafi.
Bogi, leiðtogi Flugleiðamanna lofaði strax 9 flugferðum á viku til Danmörku. Stjórnarformaður hans sagði við blaðamenn og athugasemdarmenn eftir hluthafafund að þeir væru ófróðir asnar. Skiljanleg viðbrögð þegar Drífa yfirþjónn og samningamaður verkalýðs vildi ekki sættir með þeim kjörum sem aðrir hafa samið um.
Flugleiðir sem tapa miljón á klukkustund er vissulega í vanda, það þarf á öllu sínu stuðningslið á að halda á ögurstund. Fáir skilja þessar aðstæður því flugfélagið hafði verið talið eitt þeirra best reknu fyrir nokkrum mánuðum, með félögum eins og Raynair og Easyet sem alltaf hafa verið fremstir við að gæta hófs.
Þegar hægt er að tapa miljörðum á mánuði á olíutryggingu sem reynst hafði vel er eitthvað sem þarf að semja um upp á nýtt. Fyrirtæki með sjálfstæðan efnahag eru ólík ríkisrekstri, en ríkið og starfsmenn fá tekjur af blómlegum atvinnurekstri. Verkalýðsleiðtogar eru vanir góðum heimtum og búi, hafa mikill völd. Ólíkar aðstæður hjá fyrirtækjum sem fara undir hamarinn gangi ekki allt upp.
![]() |
Stefnir á níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2020 | 08:12
Lítill tími til stefnu hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum. Kári oflofar
Kári oflofar yfirmann lækna, en hvað á einstaklingur að gera sem rekur sjálfstætt fyrirtæki? Fyrirtæki eru háð fjárframlögum til að halda starfsemi sinni uppi. Háð greiðenda þjónustu og þurfa að halda sig við samninga viðsemjanda. Blaðamenn og athugasemdarmenn verða og að fara eftir reglum, rökstyðja sínar skoðanir.
Landspítalinn segir að það kosti 50 þúsund krónur að skima, en fyrirtæki á Kastrup telja sig þurfa einn tíunda af þeirri upphæð. Þjálfaður hundur fyrir eiganda sinn getur skimað eða þefað fyrir enn minni kostnað. Þá er hægt að gera hitamælingar og tilfallandi prufur.
Þolmörk fyrirtækja eru takmörkuð. Annaðhvort er að "arka að auðnum - taka sénsinn", opna landamæri án ofur skilyrða eða ríkissjóður og fyrirtæki þurfa að draga enn meira saman til að endar náist. Skuldlaus ríkissjóður og langvinnur sparnaður fjármálaráðherra til margra ára er að skila sér, en eins og oft lofar þrælinn ekki eiganda sinn.
Capacent var að gera marga skynsamlega og þarfa hluti, en hefur nú lent milli steins og sleggju. Valkostur sem fyrirtækjum er ætlaður.
![]() |
Capacent gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2020 | 10:01
Dómsmálaráðherra ákallar Stóra bróður?
Þegar kemur að því að aflétta hömlum á komu erlenda ferðamanna til landsins virðist ráðherra ekki jafn frjálslyndur og hann er á sölu áfengis í smásölu. Í landi þar sem smit eru lítill og ferðamenn dreifast mest um landið og óbyggðir mætti ætla að yfirvöld væru jákvæð á að opna strax landið til ríkja sem eru með tiltölulega fá smit.
Ráðherrann sem var í viðtali á Bylgjunni, talaði um að Ísland væri "best í heimi og með forystu", en boðar að erlendir ferðamenn fari í skimun og einangrun á hótelum.
Smitgreining eins og framkvæmd á Landspítala er kostnaðarsöm og sama gildir um einangrun. Ólíklegt væri að erlendir ferðamenn myndu leggja út í þá óvissuferð. Ráðherra virðist vanta frumkvæði ef hann hefur forystuvald í að opna landið eins viðtalið benti til.
Farsælast væri að leyfa ferðamannaflug í byrjun til Norðurlanda, Póllands og Þýskalands eða landa þar sem smit eru í lágmarki. Þessi lönd eru og með góðan húsakost og mikið hreinlæti sem eru varnir gegn veiru. Ef Tenerífeeyjan er ekki bundin í báða skó með ákvarðanir frá Madrid er tilvalið að hefja flug til Kanaríeyja, semja sérstaklega við yfirvöld á eyjunum? Lýsing Svala á ástandi fátækra á eldfjallaeyjunni ætti að vera okkur viðvörun og nauðsyn þess að aflétta hömlum.
![]() |
Bara sorglegt að horfa á þetta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2020 | 09:44
Lúxus vandamál ríku þjóðana og áhyggjur Grétu
Sorphirða og endurvinnsla er stærra vandamál en áhrif Kórónuveirunnar. Í menguðum stórborgum hefur dauðsföllum fækkað vegna minnkandi iðnaðarframleiðslu. Ríku þjóðirnar hafa flutt sín sorphirðuvandamál til fátækra þjóða eða eins og Mosfellsbær, vilja þau fjær sér.
Rúmenía og Búlgaría eru að fyllast af sorpi sem var flutt frá Vestur-Evrópu og átti að fara í endurvinnslu, en hleðst upp við þjóðvegi og fyllir landbúnaðarlönd. Vandinn hleðst upp og gerir þjóðlöndin enn fátækari, "þriðja flokks ríki?" Bellahöj kirkjan í Kaupmannahöfn skreyti altari guðshússins með rósum og túlípönum sem komu í flugi frá Kenýa. Íslensk offramleiðsla af kindakjöti var flutt með flugi til Kína. Stærstur hluti neytts grænmetis á Íslandi er fluttur með skipum heimsálfa á milli.
Listinn er langur og alltaf kemur fram í fréttum eitthvað nýtt. Ófreknótta Gréta hin sænska er tiltölulega hógvær í túlkun sinn á umhverfis og offjölgunarvandanum. Kjarkmikill og ákveðinn unglingur þótt hún kunni að blanda hnattlægri jarðfræðilegri hlýnum saman við manngerða.
Kórónuveiran hefur slegist í för með Grétu þegar hún ákallar ríku þjóðirnar í nafni ungu kynslóðarinnar. Síðast þegar ég sá hana í sjónvarpi var hún í stígvélum meðal unglinga í Bretlandi. Nú þegar Bretar baða sig í sólskini heyrist fátt af ferðalögum hennar. Eflaust að sinna skólaskyldu í heimalandinu þegar hægir á allri starfsemi iðnvæddu ríkjanna.
![]() |
Lýsa óánægju með bílhræ og rusl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert nýtt að konur ögri Trump forseta og reyni að leiða hans þankagang inn á nýjar brautir. Fréttamaður CBS Weijia Jiang var ekki af baki dottinn. Á bak við grímuna í grænum forsetagarðinum var kona sem þorði að spyrja, þegar heimsbyggðin leikur allt á reiðiskjálfi vegna áhrifa veirunnar.
Forsetinn grímulausi var í upphafi mótfallinn því að taka til sömu aðferða og Kínverjar, en barst með straumnum í stórflóði af grímum og takmörkunum. Á Vesturlöndum var valdið sett í hendurnar á sóttvarnarlæknum og hinar kínversku lausnir með "copy paste" aðferð viðhafðar. Lokað á allar samgöngur eins og iðulega er gert í Kína þegar yfirvöldum þykir það henta. Á sama tíma hafði veiran borist til Vestur-Evrópu í desember.
Þegar línur skýrast og hræðslan vegna veirunnar minnkar munu menn sjá að mikið fór úrskeiðis í upphafi. Sars 3 veiran tók sinn toll en aldrei fyrr hefur verið lokað á alla farþegaflutninga milli landa. Engin furða þótt Trump spyrji spurninga þar sem tveir öflugustu veirusmit má rekja til meginlands Kína og frá þéttbýli Hong Kong og Wuhan. Svínaflensan átti upptök sín í Ameríku en engum datt í hug að ásaka Texasbúa.
Tvöfalt til þrefalt meiri líkur eru á smiti í menguðum stórborgun en í strjálbýlum löndum. Stórborgarbúum þykir mikið til koma að heimsækja strjálbýl svæði, dásama fegurðina, og víðernið. Náttúruleg viðbrögð við mengun stórborga.
Allt sem veirulæknirinn frá Tromsö sagði í lok mars er að ganga eftir. Veirur leita eins og vatn að minnsta viðnámi og fara sína leið þangað til þær finna ekki nýja veika einstaklinga. Mótstöðuafl myndast gegn ásókn veira en nákvæmlega hvernig og í hvaða mæli vita vísindin ekki. Veirur eru hluti af lífskeðjunni og nauðsynlegar öllu lífi.
![]() |
Munnhjóst við blaðamann og sleit fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2020 | 08:48
"Hamfarir," ekki viðskiptalegur brestur segir Kristrún ráðgjafi Kviku
Kristrún Frostadóttir hagfræðingur upplýsir enn og aftur hve lokanir á milli landa eru afdrifaríkar. Hún endurtekur að ríkisbankar séu með 70% af bankakerfinu og 40% tekna, í viðtali Kastljós RUV í gær. Ef lífeyrissjóðirnir eru teknir með er opinber starfsemi með um 60% af veltu í þjóðfélaginu?
Létta má höftum á milli landa fyrr þar sem veiran er í lámarki eins og við Norðurlönd og baltnesk löndin. Pólland, Ungverjaland, Austurríki og Þýskaland, ef samvinna tekst. Stjórnmálamenn sem þora að fara aðrar leiðir og nýta meir ráðgjöf frá öðrum en sóttvarnarlæknum verða fyrr til að bjarga fyrirtækjum.
16.4 Sigurfang blogg: "Á meðan samkomubanni stendur 20-25% er samdráttur" í hagkerfinu segir Kristrún hagfræðingur og ráðgjafi Kviku. Frá fornu fari hefur landinn lært að samgönguleysi við útlönd er afdrifaríkt.
![]() |
Opna á endurfjármögnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2020 | 00:46
"Stórkostlegt ríki og leiðtogi" Lof sem margir þola ekki að heyra
Fáir leiðtogar halda jafn oft upplýsingafundi um gang aðgerða gegn veirunni en Trump forseti. Pólitísk forysta sem ekki er vanþörf á þegar dánartölur eru nær tvö þúsund á einum degi.
Margir sem búa í jafnaðarríkjum Evrópu og eru vanir að fá flest sem þeir biðja um frá því opinbera, virðast blöskra þegar það sama gerist í Bandaríkjunum. Herinn undir forystu forsetans með aðkeyptum verktökum eru að lyfta grettistaki í að byggja bráðabirgða spítala og útvega aðföng sem koma öll frá birgjum innanlands. Lögð er áhersla á að Bandaríkin sé sjálfum sér nóg og styrki innlenda framleiðslu.
Hægri hönd forsetans Mike Pence varaforseti, virðist einnig geta tekið til hendinni og hefur samráð við ríkisstjóra vítt og breitt um landið um aðgerðir. Bandaríkin kunna að nýta sér lágt olíuverð, um 20 dollara tunnan og fylla upp allar birgðastöðvar í maímánuði. Í Evrópu er verið að tala um mun hærra verð. Í seinstöku löndum Evrópu eru aðföng til spítala af skornum skammti, enda þótt fyrirtæki séu tilbúin að framleiða viðkomandi vöru innanlands.
Bandaríkin eru vel búin til að mæta efnahagskreppu sem gæti verið við næstu dyr. Forsetinn hefur ítrekað varað við því að ríki hans treysti um of á láglaunalönd til að framleiða vörur fyrir sig. Ekki talar hann um yfirburði margra bandarískra stórfyrirtækja á heimsmarkaði sem geta selt þjónustu sína án þess að greiða virðisaukaskatt í viðkomandi löndum. Kosningabaráttan í Bandaríkjunum ber þess merki að vera hluti af öllum pólitískum aðgerðum. Fylgihluti lýðræðislegra forsetakosninga?
Ekki má gleyma að Bandaríkin eru oft fyrst til að veita öðrum ríkjum aðstoð þegar á bjátar, án skilyrða.
![]() |
Cuomo og Trump ræða ástandið í New York |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2020 | 07:10
Raunhæf niðurstaða. Góður árangur með samstarfi heilbrigisstétta
Oft næst bestur árangurinn með samstarfi leikmanna og ríkis. SÍBS, Hjartavernd, Krabbameinsfélagið og SÁÁ og mörg fleiri samtök eru góð dæmi þegar þarf að skapa vakningu, feta götu hófsemdar. Einn stærsti þátturinn í bata er að styrkja ónæmiskerfið og sýna fram á að það eru færar leiðir. Margir fíklar læra fyrst inn á hjálparstöð Vogs hvernig afneitun getur orðið að bata. Framhaldsstuðningur AA samtakana og bræðralag virkar, bætir eftirvirkni og oft eini varanlegi batinn.
Í öðrum pistli var bent á að SÁÁ og AA samtökin eru í grunninn byggð á að afneitun á lystisemdum, ekki ósvipuðum kenningum Platons.
Sókrates segir á einum stað, Lýðveldið: Óhóf á einhverju sviði leiðir oft til afturhvarfs í gagnstæða átt ... Óhóflegt frelsi, hvort sem um er að ræða ríki eða einstaklinga, virðist hljóta að leiða til ánauðar.
"Í slíku ríki þróast stjórnleysið. Það smýgur inn í híbýli manna og nær meira segja tökum á dýrum og sýkir þau ... Ungir menn standa jafnfætis gömlum og eru reiðubúnir að keppa við þá í orðum og athöfnum; og gamlir menn ... herma eftir unglingunum."
Grikkland hið forna, Will Durant í þýðingu Jónasar Kristjánssonar
![]() |
Valgerður dregur uppsögn sína til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Á meðan samkomubanni stendur 20-25% samdráttur" í hagkerfinu segir Kristrún hagfræðingur og ráðgjafi Kviku. Frá fornu fari hefur landinn lært að samgönguleysi við útlönd er afdrifaríkt. Svarti dauði kom hingað ekki fyrr en nokkrum árum seina en á meginlandinu. Tók samt sem áður sinn afdrifaríka toll þar sem lítil mótstaða var fyrir í einangruðu landi.
Álitið er að mótstaða gegn veirunni hafi verið að skapast hér á landi undanfarna mánuði. Það þekkja þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur. Hafa margir haft flensueinkenni frá því janúar og eru eftir páska einkennalausir. Um hálft prósent eybúa hafa verið greindir með kórónusmit og 8 látist úr veirusmiti. Varla fleiri en dáið hafa undanfarin ár úr "Asíuflensum"?
Veiran leitar þangað þar sem minnst er viðnám og tekur sinn toll hvað sem hver segir. Þéttbýli og mengun eru miklir áhrifavaldar. Þetta vita allir minni spámenn og reyna að auka þrek og viðnám þar sem það er auðvelt eins og með útigöngum og útilífi. Hömlur á íþróttir innanhús þar sem fjarlægða mörk eru virt því illskiljanlegar.
Á næstunni munu þjóðarleiðtogar þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir í samgöngumálum, taka tilliti til aðstæðna á hverjum stað. Trump forseti segist tala við 50 ríkisstjóra til að komast að niðurstöðu. Eitt það skemmtilega við karl er að hann setur spurningamerki við flest sem kallar á sístreymis útgjöld í breytilegum heimi.
Hlutur ferðaþjónustu er allt að 10% af landsframleiðslu og tekjur ríkisins og bæjarfélaga, um 1 milljónir af hverju hótelherbergi. Mun minna af sumartengdri bændagistingu. Útskýringar sjálfstæðra fyrirtækja eins og KPMG á ferðaþjónustu eru mikilvægar.
Opinberar stofnanir eins og t.d. RÚV virðast ekki þurfa að taka tilliti til breytilegs kostnaðar eins og sjálfstæðir miðlar sem róa á síbreytileg mið. Opinber læknaþjónusta er heldur ekki alltaf vön að taka bera saman kostnaðartölur aðgerða þegar lyfjainnkaupastofnun gerir það.
![]() |
Um 15 milljarða tjón á viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Skemmdarverk unnin á styttu af Mandela
- Ljón drap 14 ára stúlku
- Flokkur Farage stærstur í Bretlandi
- Maður fannst látinn í brennandi bifreið
- Fordæmdi gyðingaandúð og ástandið á Gasa
- Ásakanir um árásir ganga á víxl í vopnahléi
- Tveir skotnir til bana í Þýskalandi
- 19 árásir Rússa fyrstu sex tíma vopnahlés