"Stórkostlegt ríki og leiðtogi" Lof sem margir þola ekki að heyra

Fáir leiðtogar halda jafn oft upplýsingafundi um gang aðgerða gegn veirunni en Trump forseti. Pólitísk forysta sem ekki er vanþörf á þegar dánartölur eru nær tvö þúsund á einum degi. 

Margir sem búa í jafnaðarríkjum Evrópu og eru vanir að fá flest sem þeir biðja um frá því opinbera, virðast blöskra þegar það sama gerist í Bandaríkjunum. Herinn undir forystu forsetans með aðkeyptum verktökum eru að lyfta grettistaki í að byggja bráðabirgða spítala og útvega aðföng sem koma öll frá birgjum innanlands. Lögð er áhersla á að Bandaríkin sé sjálfum sér nóg og styrki innlenda framleiðslu.

Hægri hönd forsetans Mike Pence varaforseti, virðist einnig geta tekið til hendinni og hefur samráð við ríkisstjóra vítt og breitt um landið um aðgerðir. Bandaríkin kunna að nýta sér lágt olíuverð, um 20 dollara tunnan og fylla upp allar birgðastöðvar í maímánuði. Í Evrópu er verið að tala um mun hærra verð. Í seinstöku löndum Evrópu eru aðföng til spítala af skornum skammti, enda þótt fyrirtæki séu tilbúin að framleiða viðkomandi vöru innanlands.

Bandaríkin eru vel búin til að mæta efnahagskreppu sem gæti verið við næstu dyr. Forsetinn hefur ítrekað varað við því að ríki hans treysti um of á láglaunalönd til að framleiða vörur fyrir sig. Ekki talar hann um yfirburði margra bandarískra stórfyrirtækja á heimsmarkaði sem geta selt þjónustu sína án þess að greiða virðisaukaskatt í viðkomandi löndum. Kosningabaráttan í Bandaríkjunum ber þess merki að vera hluti af öllum pólitískum aðgerðum. Fylgihluti lýðræðislegra forsetakosninga?

Ekki má gleyma að Bandaríkin eru oft fyrst til að veita öðrum ríkjum aðstoð þegar á bjátar, án skilyrða. 

 


mbl.is Cuomo og Trump ræða ástandið í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband