Arka af stað."Mette abner grænsen til tre lande"

Það er auðveldara að loka en opna. Sölumenn Spánarferða í Danmörku eru sagðir í áfalli. Spánn enn lokað en landamæri við Þýskaland hafa verið opnuð frá 15. maí. Ítalir opna landamæri sín í byrjun júní. Flugferðir frá Íslandi verða til fjögra landa, án smitvarna, leyfðar frá 15. júní. Til Grænlands, Færeyjar, Danmörku og Þýskalands. Samspil ríkis og fyrirtækja er sjaldan mikilvægara en í kreppu.

Opna til þeirra landa sem hafa verið jákvæðastar í garð Íslands síðustu áratugi. Frá þýskalandi og Danmörku hafa komið flestir ferðamennirnir. Fyrir þeim er svalt norðrið tákn frískleikans og víðáttunnar. Þeir finna blóm í óbyggðum og sjá oft það sem aðrir koma ekki auga á. Krían mín kom í gær, spræk og frískleg að venju eftir 10 þúsund kílómetra flug að sunnan. Um leið sá ég síðustu margæsina fljúga í vestur til Baffinslands. Þær koma nákvæmlega á réttum tíma til að leita sér að hreiðurstæði og fagna með okkur sumarkomunni. 

Vissulega þarf kjark til að opna eftir að loka hafði verið með stæl. Þegar landið og aðstæður eru þekktar er það ekki eins erfitt. Kínverskar lokunaraðferðir sem eiga við hjá milljarða þjóð eru óþarfar í Norðurhafi.

Bogi, leiðtogi Flugleiðamanna lofaði strax 9 flugferðum á viku til Danmörku. Stjórnarformaður hans sagði við blaðamenn og athugasemdarmenn eftir hluthafafund að þeir væru ófróðir asnar. Skiljanleg viðbrögð þegar Drífa yfirþjónn og samningamaður verkalýðs vildi ekki sættir með þeim kjörum sem aðrir hafa samið um.

Flugleiðir sem tapa miljón á klukkustund er vissulega í vanda, það þarf á öllu sínu stuðningslið á að halda á ögurstund. Fáir skilja þessar aðstæður því flugfélagið hafði verið talið eitt þeirra best reknu fyrir nokkrum mánuðum, með félögum eins og Raynair og Easyet sem alltaf hafa verið fremstir við að gæta hófs.

Þegar hægt er að tapa miljörðum á mánuði á olíutryggingu sem reynst hafði vel er eitthvað sem þarf að semja um upp á nýtt. Fyrirtæki með sjálfstæðan efnahag eru ólík ríkisrekstri, en ríkið og starfsmenn fá tekjur af blómlegum atvinnurekstri. Verkalýðsleiðtogar eru vanir góðum heimtum og búi, hafa mikill völd. Ólíkar aðstæður hjá fyrirtækjum sem fara undir hamarinn gangi ekki allt upp.

 


mbl.is Stefnir á níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband