Er sameiginlegra aðgerða að vænta hjá verkalýðsfélögum og ríkisstjórn?

Faraldurinn hefur sett sitt mark á atvinnulífið og nú þegar stærsti atvinnuvegurinn er að koma undan feldi eru enn blikur á lofti. Verðbólga er í kortunum og þeir sem gætu átt erfiðast að fóta sig í kvikusjóð hennar eru þeir sem tóku lán á tiltölulega lágum vöxtum. Vextir á íbúðamarkað hjá þeim sem taka sín fyrstu íbúðalán eru allt að tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum og nær engin verðbólguhækkun. Hversvegna stjórnvöld með samvinnu við verkalýðsfélögin hafa ekki myndað sameiginlega stefnu til að vinna bug á innlendri verðbólgu er með öllu óskiljanlegt. Ætti að vera sameiginlegt hagstjórnarmál.

Bæjarfélög hafa einnig áhrif á verðbólguþróunina, geta aukið kostnað íbúðakaupanda með hækkuðum grunnkostnaði, lóðaverði og vísitöluáhrifum. Ríkisbankar leiða stefnuna í vaxtamálum og þjóna fyrst og fremst stefnu ríkissjóð sem á stærsta hluta þeirra. Hér er margt falið sem er þó augljóst.  Stuðningslán til fyrirtækja í faraldrinum fyrir ári bera árlega 8-9% kostnað sem ekki er hafður uppi á yfirborðinu. Þessi sömu lán áttu að vera þau hagstæðustu á markaðinum fyrir einu ári?

Nú segjast talsmenn ríkisstjórnar ekki sjá neina váboða í kortunum. Formaður VR sér hins vegar eru veður blikur í loftunum og ferðaþjónustan sér snjóþekjuna hlaðast upp. Á einu ári hafa orðið allt að 20% hækkanir á launakostnaði og nú þegar lengir dag er hækkun krónunnar að nálgast 5 prósentustig sem ætti að lækka vöruverð sem á erlendri vörukörfu.

Sú gengisbreyting Seðlabanka deyfir og slær á ótta, en er ekki varanleg lausn, frekar en aðrar misgóðar aðgerðir sem við þekkjum frá fyrri tíma. Íbúðalántakandi getur verið með 50 milljónkróna lán á bakinu þarf að herða róðurinn og greiða yfir 500 þúsund á mánuði á í afborganir og hærri vexti. Fyrirtæki með innlend lán greiða venjulega meira, yfir 600 þúsund. Unga fólkið, harðduglega sér þetta og er uggandi. Forystumenn í ferðaiðnaði sjá snjóhengjuna hækka, en varla ný forysta ASÍ? Launahækkanir eins og gerðar hér áður fyrr skila venjulega skammtíma árangri, það sjá flestir en samt sem áður gerist ekkert varanlegt í hagstjórninni og á vinnumarkaði. Ríkisstjórninni er vorkunn, hún hefur staðið í ströngu í faraldrinum. Hennar er heldur ekki að laga alltAðilar þurfa að semja og væntanlega bíður ríkistjórnin eftir frekari viðbrögðum. Sterk staða hennar varir venjulega lengi ef misvísandi stefnumið eru í kortunum. 

 

 


mbl.is Áttar sig ekki á eitruðum kúltúr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað áttu við með "nær engin verðbólguhækkun"?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2022 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband