9.1.2022 | 18:29
Nýja hugsun og breytt aðferðafræði, engu að tapa
Ragnar Freyr læknir og sérfræðingur bendir réttilega á að þau úrræði sem nú er beitt gegn faraldrinum ganga seint upp. Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra talar á svipuðum nótum hér á blogginu fyrir nokkrum dögum.
Björn er með mikla reynslu í að greina málefni líðandi stundar og tekur skellega afstöðu þegar honum þurfa þykir. Björn segir í dagbók sinni 7. janúar í grein sem hann nefnir:
"Vítahringur sýnatökunnar. Nýjustu tölur sýna að nú hafi 300 milljónir manna smitast af kórónuveirunni í heiminum öllum. Þá er bent á að það hafi tekið rúmlega eitt ár að 100 milljónir smituðust, helmingi skemmri tíma að talan hækkaði í 200 milljónir en aðeins fimm mánuði að hækka hana í 300 milljónir.... Sé rennt yfir fjölmiðla í nokkrum löndum föstudaginn 7. janúar sést að sú skoðun á vaxandi hljómgrunn meðal sérfræðinga og ráðgjafa stjórnvalda að athyglinni skuli ekki lengur beint að þessum tölum heldur að fjölda þeirra sem þurfa sjúkrahúsvist."
Ragnar Freyr fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeilar Landspítalans gefur stjórnvöldum aftur og aftur góðar ábendingar. Hann hefur staðið í víglínunni þar sem tekist er á við smitsjúkdóminn, veit hvað hann talar um og kemur með lausnir sem hlýtur að þurfa að grandskoða. Hans orð eru athyglisverð og skoðunarverð í litlu þjóðfélagi þar sem breytingar á faraldrinum er auðvelt að mæla. Ragnar segir í löngu viðtali m.a.
Miðað við fjölda sýna er því kostnaðurinn um það bil 50 til 100 milljónir á dag. Það er ansi mikill peningur ef aðferðin síðan skilar ekki einu sinni árangri og þá fór ég að velta fyrir mér, er möguleiki að ná árangri með einhverjum öðrum aðferðum? segir Ragnar.
Ragnar bætir við að auðvitað verðum við að beina sjónum að þeim sem verst fara út úr Covid-19 smiti. "Það séu þeir sem eru aldraðir, með undirliggjandi sjúkdóma og ónæmisbældir, t.d. vegna krabbameinsmeðferðar. Þannig væri kannski ráð að beina sjónum okkar að því að skima þá einstaklinga þegar þeir fá einkenni."
Við sem tökum á móti flóði frétta á hverjum degi af smitsjúkdómnum getum lítið annað en farið með gát og tekið undir það sem okkur þykir athyglisvert.
Peningurinn í spítalann frekar en PCR-próf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.