Í raun ekki óvænt tíðindi

Byr hefur verið hagstæður allt kjörtímabilið til að vinna til sín fylgi í borginni. Margt hefur gengið á afturfótunum hjá borgarstjórnarmeirihlutanum en það er eins og minnihlutinn hafi ekki getað nýtt sér það. Hildur hefur ekki allt á hornum sér og virðist hafa sýn á hlutum sem getað gengið upp. Jákvæð og kjörkuð.

Skuldasöfnun á Seltjarnanesi er víti til varnar, en þegar kemur að borginni er sagt að skuldir séu tiltölulega lágar miðað við önnur sveitafélög? Ótrúlegt að hátt í 90% tekna fari í skólamál. Hvað rétt er í því er ekki einfalt að fá upp á yfirborðið og Viðreisn virðist einhuga að halda áfram samvinnu í borginni með meirihlutnum.  Borgarstjóra hefur tekist að fá  "sýn" með ráðherra vegamála á Sundabraut, þótt biðin gæti tekið 10 ár. Borgarstjóri hefur og sýnt forystu þegar þarf að minnka mengun sem bílaumferð skapar. Samfylkingin er ef til vill lykilsýn sem ræður mestu þegar lausna er leitað til að greiða fyrir bílaumferð.

Fyrirtækjum er mismunað í borginni þegar kemur að afgreiðslu mála hjá skipulaginu, en það var einnig þegar Sjálfstæðisflokkurinn var og hét. Bíllinn verður áfram olnbogabarn og ekki sjáanlegt hvaða stefna ríkir hjá minnihlutanum. Þannig má lengi telja. Ákvörðun Eyþjórs er að sögn persónuleg og skiljanleg, en þá á að vera rými fyrir nýja og yngri krafta til að taka við merkinu. Skýra stefnu litla mannsins, kjósandans.

 


mbl.is Ákvörðun Eyþórs kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband