Seðlabankastjóri á hálum ís og viðkvæmt fræðasamfélag

Embættismenn og rithöfundar eru ólíkindatól á netöld. Fréttablaðið getur þess í frétt í gær að formaður eftirlitsnefndar um “siðferðileg viðmið” hafi tekið við beiðni íslensk fræðimanns í Noregi og að fram muni fara rannsókn á því hvort seðlabankastjóra hefur láðst að geta um heimildir, þegar hann sagði frá veiðum á rostungum norður í höfum. Reyndar hefur nefndin verið á "flakki", heimilislaus um langt skeið, en hún var stofnuð af núverandi forsætisráðherra 2019.  Eftir er að "móta verkferla og safna upplýsingum" til að geta tekið við erindum. Búið er að þrýsta á að fé fáist í verkefnið við fjárlagagerð öðrum en fjárveitingu fyrir ferðakostnaði nefndarmanna. Þrátt fyrir flakk nefndarinnar hefur erindi fræðimannsins verið staðfest af siðanefndinni. Fróðlegt verður að fylgjast með fréttum af frekari gangi málsins á mánudag  því fyrirlestur seðlabankastjóra um "efnahagsmál á landnámsöld" hefur verið frestað þar til formaður Miðaldastofu hefur gefið grænt ljós.

Fræðimenn sem skrifað hafa um víkingatímann hafa því miður allt of lítið fjallað um verslun þá sem var undirstaða sjóferða í Norðurhöfum, til Íslands og Grænlands. Meira fjallað um manngerðir og  þá er fyrstir voru til að hefja landnám og kanna landsvæði. Ásgeir Jónsson er glöggur maður og hefur eflaust viljað bæta hér um og segir í Morgunblaðsfrétt " að hann hafi lagt áherslu á hagsögulega greiningu á Landnáminu."  

Vitað var að norrænir menn í Grænlandi byggðu tilveru sína á viðskiptum með afurðir sem fóru til Suðureyja vestur af  Skotlandi og þaðan til Írlands. Margir hafa fjallað um efnið. 

Dr.Bergsveinn Birgisson, skáld og fræðimaður hefur réttilega getið um þessa verslun og efnahagslegan ávinning í ritum sínum, en segja má að þessi vitneskja hafi alltaf legið fyrir, en ekki verið nægilega reifuð fyrr en á síðari árum þegar nánast allt snýst um efnahagsleg gæði. 

Ásgeir Jónsson getur um  í bók sinni  "Eyjan hans Ingólfs" um víkinginn einn sem sigldi norður fyrir land og veiddi um 60 rostunga á tveimur sólarhringum, afurðir sem voru hátt metnar af kaupmönnum og þarfa þing í skipsreiða auk listmuna sem menn skáru úr rostungstönnum á Suðureyjum. Sú frásögn er ekki ítarleg og reyndar ótrúleg veiði á stuttum tíma þar sem veiðimenn hafa þurft að fara um lítt könnuð svæði norður með austurströnd Grænlands, sjóleið sem oft var ísilögð langt eftir sumri. Engan veginn er hægt að segja að efnið sé margreifað og lítið sagt um rostunga og efnahagsleg áhrif þeirra veiða. 

 

Það ætti að vera  ávinningur fyrir fræðimannasamfélagið að sem flestir leikmenn fjölluðu um víkinga og um hvarf norrænna manna frá Vestur Grænlandi. Margir álíta að þeir sem fóru seinast frá Hvarfi, hafi siglt með kaupmönnum suður fyrir Ísland og til Suðureyja. Skip þeirra höfðu áður hrakið undan undan vestan vindum og að lokum lent í skipbroti á sunanverðu Snæfellsnesi þar sem rostungaafurðir þeirra skolaði á land og grófust í sandinn.

Afurðir sem höfðu verið undirstaða byggðar í Grænlandi um aldir, en urðu mun verðminni þegar hampur tók að berast frá Austurlöndum. Róðrarferðir á bátum allt norður fyrir Diskóflóa úr Eystribyggð gat tekið um 30 daga og nætur síðsumars hvora leið. Augljóst er að það hefur verið mikið kappsmál að koma veiðinni til kaupmanna í Dýflinni áður en haust og vetraveður gengu í garð á norðurslóðum. 

Óttar Guðmundsson geðlæknir og  bókarhöfundur um Snorra Sturluson skrifar í Fréttablaðið um áreiti nútíma mannsins og viðkvæmni. Hann skrifar einnig um Sturlungaöld án þess að hafa verið bendlaður við ritstuld.


mbl.is Svarar fyrir sig og sakar Finnboga um stuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband