Hálfsögð saga. Margir möguleikar til að bæta samgöngur

Góð frétt og upplýsandi. Blaðamaðurinn Helgi Bjarnason leggur sig fram um að upplýsa og birtir margar tölur um kostnað og mælingar. Vegagerðinni er gert að greiða af sameiginlegum vegasjóð yfir milljarð á ári. Hún stendur eftir fátækari en ella til að bæta hringveginn. Auðvitað eiga Vestamanneyingar skilið að hafa góðar samgöngur við land en skoða verður hvern milljarð í réttu samhengi. 

Á Ísafirði er verið að stækka höfnina fyrir milljarð og greiða hafnarnotendur yfir 60% kostnaðar. Stærsta einstaka hafnarframkvæmd á landinu. Framkvæmd sem mun skapa stóra tekjumöguleika og auka hagvæmni á tíðari flutningum með skipum sem sigla með afurðir beint á neytendamarkað. Minnka þar með þörf fyrir ferjuflutninga yfir Breiðafjörð með fiskafurðir.

Galin þótti hugmynd fyrrverandi alþingismanns frá Vestmannaeyjum um að gera göng út í eyjar sem hefðu kostað að minnsta kosti tvo tugi milljarða. Ef til vill álíka upphæð og þegar hefur farið í Landeyjaævintýrið? Með jarðgöngum hefðu skapast möguleikar á að stytta ferðatíma frá Vestmannaeyjum til meginlanda Evrópu með skipum. 

Velta menn fyrir sér hvað árlega má gera fyrir einn milljarða til að halda uppi flugi milli lands og Vestmannaeyja? Yfir 3 milljónir á dag sem Vegagerðin leggur fram til að halda höfninni gangandi?


mbl.is Alltaf nýjar upplýsingar um dýpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband