Dögun sunnan Tvíbolla og sólris suðvestan við Hvirfill

Á morgun tekur dag að lengja og spáð er heiðríkju á Reykjavíkursvæðinu snemma morguns. Ef til vill tækifæri til að sjá Satúrnus og Júpíter saman lágt á himni. Allavega möguleiki að sjá gasstjörnurnar suðvestan Lönguhlíðar og Tvíbolla og aðeins 3°yfir sjóndeildarhring eins og segir í fréttinni? Sagt er að Betlehemsstjarnan hafi orðið til hátt á lofti á dögum fæðingar Jesúsbarnsins þegar sjónarhorn stjarnanna nálgaðist.

Í morgun var mikill litadýrð og ægifagur að líta sunnan við Vífilstaðahlíð. Mosagrónir hraunsteinar með hvítum blæð og morgunroði í suðri setur sterk litbrigði á umhverfið sem er girt stafafuru og greni. Þegar leið að hádegi sem er talsvert á undan sóltíma jókst birtan sem kom í gegnum ský og heiðríkju. Skýjahnoðrar suðvestan við Miðbolla gáfu til kynna að sólin myndist birtast ofan við Syðstubolla. Raunin var sú að hún kom upp vestan við Hvirfill, 621m þegar klukkan var langt gengin í eitt ( á nýjum kortum Kistufell 527m ). Sólin nær hápunkti ofan Lönguhlíðar og er þá eins og lítil glóandi fingurbjörg, en enn minni við fyrstu sýn. 

Margt er að breytast eins og áhersla á staðarnöfn á kortum sem hafa gilt um aldir. Nöfnum sem draga athyglina að atvinnuháttum og orðgnótt fyrri tíða manna. Sólrík morgunganga gefur gull í mund eins og orðtækið segir. Meiri sól hér en margir aðrir Norðurbúar hafa fengið í desember. Í Danmörk var lítill um sól og meir um rigningu en oft áður. Í Suður-Noregi, þungbúið. 17 stiga hiti á föstudag. Þótt ekki sé heitt þessa dagana er lengri sólargangur alltaf jafn velkominn.

Athygli vekur að bækur hafa verið skrifaðar í Svíþjóð um Betlehemstjörnuna og á Spáni er fyrirbærið þekkt þegar sjónarhorn beggja stjarnanna nálgast hátt á lofti. Við Miðjaðrahaf er drungi á veturna og allra veðra von í Eyjahafi. Íbúar þar hafa orðið jafn fegnir lengingu sólarstunda og hinir sem bjuggu norðarlega með töfra heimskautaveðurs.


mbl.is Júpíter og Satúrnus þétt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband