5.10.2020 | 13:56
Blaðaútburður, líkamsrækt og tálvonir
Í minni götu er vinsælasta starfið fyrir unga sem gamla að sjá um blaðaburð. Fá borgað gönguferðir 6 daga vikunnar í stað þess að fara langar leiðir í líkamsræktarstöðvar. Í sundlaug bæjarins var litlu horni með nokkrum átakstækjum lokað í morgun. Þar var allt til fyrirmyndar og mikið af sprittefnum og hreinsun tækja. Til sundlaugar og í heita kjaftapotta var óheftur aðgangur.
Hróplegt ósamræmi er greinilega á ferðinni og virðist sem þríeykið sé með óvirkar lokunaraðgerðir. Lokað er á líkamsræktarstöðvar þar sem engin smit hafa átt sér stað og á þeim stöðum sem sýna vandaða umgengni með sprittvörnum og hreinsiefnum. Sóttvarnarlæknir virðist hafa yfirlit yfir þá aðila þar sem æfingasmit hafa greinst og gæti látið loka þeim. Gagnrýni eigenda líkamsræktastöðvar er réttmæt og að loka frekar á sölu á áfengi tímabundið á meðan hertar aðgerðir standa yfir.
Að hafa leikhús og ýmsa aðra starfsemi hins opinbera opin fyrir 50 - 100 manns er enn eitt ósamræmið. Vonir sóttvarnarlæknis og forsætisráðherra um að eftir enn meiri lokanir verði loks náð tökum á veirunni eru tálvonir.
Ófyrirsjáanleg og ósanngjörn veira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.