9.7.2019 | 21:23
Engin lognmolla í stjórnmálum á meginlandinu
Kjörnir fulltrúar í ESB vilja velja leiðtoga sína sjálfir. Hafna leiðtogaveldi þar sem forystumenn velja eftirmenn sína. Gaman verður að sjá hvort ESB búi yfir nægilegum þroska til að láta lýðræðiskjörna ráða för. Hér þekkjum við hvernig hæstaréttardómarar eru ráðnir með blöndu af ráðherraveldi og af dómurum.
Skemmtilegt er að fylgjast með hnútukasti í breskum stjórnmálum, þar sem virðulegur sendiherra slær Trump út af laginu. Drottningin eins og áður sómi Bretlands en "lávarðadrengir" berjast eins og í góðu ensku leikriti. Beint lýðræðið er ekki að endurspeglast þar heldur. Jeremy Corbyn sem ætti að vinna á í núverandi öngþveiti tvístígandi og heldur leiðum opnum. Ekkert afgerandi og kjósendur ráðviltir?
Atkvæðagreiðsla um formannskjörið í íhaldsflokknum er blönduð leið, val leiðtoga og flokksmanna. Á meginlandinu hafa menn ekki trú á að Bretland spjari sig út í hinum stóra heimi eða yfirgefi stærsta viðskiptabandalagið í keyrslu fjarlæð. Brexit með betri samningum er ekki í boði og er þá nýr forsætisráðherra líklegur til að gera betur en samningakonan Theresa May?
![]() |
Vill nýtt þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Ráðherra hyggst afnema æviskipanir
- Jarðskjálfti upp á 3,3 nærri Heklu
- Kristrún: Gaman í vinnunni
- Ekki verið að styrkja húsnæðismarkaðinn
- Fagna nýju matstæki en hafa ekki tekið ákvörðun
- Skattahækkanir nemi 28 milljörðum króna
- Andlát: Bylgja Dís Gunnarsdóttir
- Tryggir sama verð í Bretlandi
- Hyggjast standa við stóru orðin
- Rífa brunarústirnar og byggja blokkir
Erlent
- Tala látinna hækkar í Jerúsalem
- Heimsvaldastefna Pútíns endi ekki með landvinningum
- Trump skýtur fast á Tom Hanks
- Norskir kjósendur gramir yfir SMS-skeyti
- Tveir lögreglumenn skotnir til bana
- Skutu fimm til bana í Jerúsalem
- Veita 41 milljarði til varnarmála
- Þrjár ungar konur látnar eftir húsbruna í Noregi
- Dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að bana þremur með sveppum
- Gefur Hamas sína hinstu viðvörun
Fólk
- Jim Jarmusch hlaut gullna ljónið í Feneyjum
- Ritstjóri DV drakk kaffi úr klósettbursta-krús
- Söngvari Supertramp er látinn
- Íslenskur sauðfjárbóndi vekur athygli í auglýsingu
- Við kynntumst 12 árum eftir að dóttir okkar fæddist
- Núna er líf mitt bara klúbbur
- Kókaínlínan sem eyðilagði 4 milljóna dala samninga
- Höfða mál vegna dauða Angie Stone
- Hann var í þessari tilvistarkreppu þegar hann fékk hugljómun
- Ég trúi ekki á heimavinnu
Viðskipti
- Þyrí Dröfn forstöðumaður markaðsmála hjá Olís
- Sætanýting Play 89,6%
- Ætla ekki að vaxa aðeins til að vaxa
- Hið ljúfa líf: Skyldi þetta vera kóngurinn?
- Orkan er aðalhráefnið
- Jarðtengingin kemur úr samskiptum
- Helgun starfsmanna vandamál
- Gervigreindin mun breyta miklu í rekstri
- Hvurs virði er atvinnustefna?
- Arion og utanríkisráðuneytið benda hvort á hitt
Athugasemdir
Vonandi tekst nýjum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson að framfylgja skýrum vilja Bresku þjóðarinnar um útgöngu Breta úr ESB ! Annað væru stór svik við lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016.
Gunnlaugur I., 11.7.2019 kl. 03:12
Takk fyrir innlitið Gunnlaugur.
Mín þekking á brezkri pólitík kemur aðallega frá BBC. Þar er öllu velt fram og aftur og mikill kraftur í umfjöllun. Umfjöllun og matreiðing frétta BBC er geysilega áhrifarík og skoðanamyndandi. Fréttir eru mest á yfirborðinu og skýringar vantar. Fréttastofan virðist hafa meiri áhuga á Ameríku en Evrópu. Var úrgangan kynnt nægilega árið 2016?
Hversvegna í ósköpunum eru skilaboðin frá þingmönnum ekki ljósari í vinnu Theresu. Varla er hægt að skella allri skuldinni á May. Óeining og fálm í Brexit málum er mikill innan flokksins og nú verðum við að sjá hvort Boris Johnson leysir hnútinn.
Sigurður Antonsson, 14.7.2019 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.