Áframhaldandi niðurlæging og nú með aðkomu ríkisstjórnar.

Stærsti ávinningurinn af veglegum bótum væri sá er felst í skilaboðum til þeirra sem kunna að misnota opinbert stjórnvald. Tjón og þjáningar hinna sakfelldu verður seint bætt. Milljónabætur til þeirra og barna undirstrika að í upphafi voru verklagsreglur þverbrotnar. Löglærðir menn innan lögreglu og dómstóla sem stjórnuðu rannsókninni fóru sínar eigin leiðir. Uppdiktuðu sakarefni og juku þjáningar ungra sakborninga.

Dapurlegt er að sjá hvernig Erlu Bolladóttur er haldið utangarðs við hugsanlegar skaðbætur. Enn er verið að auka þjáningar hennar og nú í boði ríkisstjórnar. Ráðandi stjórnmálamanna sem halda að þeirra sé að ákveða bætur þegar stjórnvald brýtur af sér. Afbrotafræðingar og almenningur vita að um 10% rangra dóma eru fengnir með röngum sakagiftum eða vegna þvingaðra játninga. Til að lækka það hlutfall er von um að í stærsta sakamáli Íslandssögunar verði viðurkennt að réttarfarsleg mistök voru gerð.

Hús íslenskra tungu er ágætt þar sem það er statt, þangað til traustari grunnur er fenginn og peningar til í ríkissjóði. Á meðan ólokið er bótagreiðslum í íslenskum réttarfarsmálum sem stofnað var til fyrir nær hálfri öld verður lítill sátt. 

 

 


mbl.is Íhugar dómstólaleiðina vegna bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband