15.1.2016 | 20:38
Krossberi með góða innivinnu
Jón Gnarr er hreinskilinn fjölmiðlamaður fram í fingurgóma. Hann sá tækifæri í borgarstjórninni og staðsetti sig milli krosstrjáa. Alltaf fannst manni eins og hann bæri jafnan mörg krosstré. Hann hélt því fram að hann gæti bætt viðræðurnar í borginni. Aukið hinn mannlega þátt.
Fuglabúrin og steinblómin við Hofsvallagötu var hans krossferð, þar fylgdi hann stefnu og kalli meðreiðasveina í borgarstjórninni. Frá Núpi fór hann sem krossberi og útlistar bölvun þess í bók sinni að hafa komið þar við.
Saga hans er eins og kvöldstund á bensínstöð, röð af atvikum þar sem hver hefur sinn drösull að draga. Skemmtilegastur var hann í kjólfötum kórdrengsins, raunalegur og leitandi svipur hans var fullur eftirvæntingar. Dragdrottningar voru hans uppáhald og kærkomin uppákoma sem vakti jafnhraðan spurningar hins óbreytta áhorfanda.
Forsetinn situr ekki í manni sem hefur fengið sitt hlutverk í afþreyingariðnaði. Alltaf hélt maður að Ameríkuferð Jóns myndi afhjúpa leyndardóma grínistans sem lagði land undir fót. Hann bauð svo sannarlega heiminum birginn. Góðir trúðar eru þjáningafullir og varpa upp fullt af spurningum. Jón Gnarr er einn af þeim. Sannur eins og eftirnafnið gefur til kynna.
Jón Gnarr er til alls vís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.