Að öllum reglum sé fylgt

Sorgarleikurinn á Akureyri heldur áfram, meðan yfirvöld viðurkenna ekki mistök. Vandséð er hvernig flugumferðastjórar geta farið á svig við reglur og leyft sjúkraflugmönnum að taka þátt í uppákomum. Heppni var að menn á jörðu niðri urðu ekki fyrir flugvélinni sem brotlenti við kvartmílukeppnina. 

Aðstandendur og læknar sem vilja betri skýringar og hlutlausa rannsókn eiga heiður skilið fyrir að koma fram, segja frá sinni reynslu. Hér eru líka gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir íbúa byggðarlagsins og flug til Akureyrar. Öryggi flugmanna og farþega þarf að vera tryggt. Mannskaðar verða seint bættir, en hægt er strax að sýna fram á að hlutlaus rannsókn fari fram. Krefjast að þeir sem eiga hlut að máli er varðar flugatvikið víki meðan rannsókn fer fram.

Við krefjum ríkissjóð um að verja milljörðum í sjúkraflug og öryggi en viljum ekki fylgja eftir að reglum um flug séu hafðar í hávegum. Fyrir mörgum árum voru þyrluslys tíð, það lagaðist ekki fyrr en allar reglur um aðflug og öryggi voru hertar til muna. Slys í Vopnafirði þar sem lítill flugvél flaug á símalínur er enn flestum í minni. Sama gildir um aðflugsslys í Skerjafirði og slys við Straumsvík.

Margir eru flughæddir og kannski ekki af ástæðulausu. Sjálfur hef ég aldrei orðið hræddur í flugi nema í millilandaflugvél sem lenti í ömurlegum skilyrðum á Akureyri. Erindið var að taka nokkra farþega frá ferðaskrifstofu í bænum, en þeim hafði verið lofað beinu flugi frá Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband