Ljósvakin Vigdís er frumkvöðull

Vigdís Hauksdóttir kemur á óvart, eins og sprotakona hvar sem hún kemur. Nýkomin frá Noregi full af hugmyndum og samanburðaþönkum. Hún hefur auðsjáanlega kannað gang Framfaraflokksins og Bændaflokksins, borið saman við hugmyndaúrvinnslu íslensku ríkisstjórnarinnar.

Aðeins fyrir nokkrum misserum var hún forboðin á netinu sem kjánalegur þingmaður sem ekki kunni skil á íslensku. Upphrópunarmenn netsins töngluðust á að hér færi furðufugl sem ekki myndi verða farsæll í pólitíkinni. Besta við það allt var að henni virtist nákvæmlega standa á sama og hélt áfram að koma með "skrítnar" hugmyndir sem hneyksluðu.  Nýja nálgun.

Hópurinn hefur komið með yfir 100 tillögur sem á eftir að vinna úr. Ólíklegt er að hún láti staðar numið, heldur vinni nú eins og í lífvænlegu fyrirtæki við að finna bestu lausnirnar. Fortölumenn eiga fá orð um smíðina og vilja eigna sér þar góðar tillögur.

 

 


mbl.is 41 tillaga þegar í úrvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Vigdís spjarar sig,enda það sem mestu skiptir,að hún er einlæglega heil. Að þeir skuli nenna að elta ólar við einhver mismæli,ef einhver eru.Síðan varð til frétt úr því að fjármálaráðherra var ekki viðstaddur,þegar Sigmundur flutti (þingsályktunartillögu) ræðu nýlega og þetta litaða RÚV.flutti “frétt” um það að stirt væri milli ríkisstjórnarflokkana,það var spaugilegt,um leið og það er sorglegt.Með þessu er maður skildur að borga,væri sama þótt aldrei heyrð né sæi fréttatíma þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2013 kl. 22:15

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Vigdís nýtur sín best á Útvarpi Sögu, þar sem spyrjendur eru sjálfstæðir atvinnurekendur. Hún hefur líka sést á RÚV í "soft-hard-talk" Helga Seljans.

Vigdís kemur úr bændaumhverfi. Þar sem menn verða fyrst að byggja upp bú, ala upp búsmala, selja afurðir og innheimta. Áður en þeir geta fengið launin sín. Held hún sé ekki mikið fyrir að raða upp skrifborðum og senda út tékka.

Sigurður Antonsson, 12.11.2013 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband