Fæla frá sér kjósendur

Flott þegar þingmenn geta komist að niðurstöðu, ekki síst þegar mikill meiri hluti þingmanna vill koma málum í höfn. Ungliðarnir eru ekki eins framsýnir og hatast eins og margir eldri flokksmenn VG út í frjálsa atvinnustarfsemi. Þeir hugsa um það eitt að komast í vinnu hjá því opinbera. Drekasvæðið er fyrir þá ekki vinnslusvæði. Ríkistjórnarflokkarnir hafa skapað lífeyrissjóðum og útlendum fjárfestum forréttindi.

Slæmt er þegar flokkar vilja ekki lýðæðisumbætur með nýrri stjórnarskrá. Hvað þá þegar þeir hyggjast selja "olíusjóði" okkar Landsvirkjun til verndaðra valdahópa. Sjóða sem ekki lúta lýðræðislegum kosningum, þar sem félagsmenn hafa ekki atkvæðisrétt. Ef menn eru á móti foringjunum eru þeir úthrópaðir sem vinstri menn. Miklar væntingar um aukna ávöxtun lífeyrissjóða á að leysa með hækkun iðgjalda 2015. Ríkið mun þá fá mest af þeirri hækkun. Flokkar sem ekki vinna með sínum kjósendum tapa eða standa í stað.


mbl.is Stjórnlagafrumvarp úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ætli ESB-stýrði landsstjóri Íslands, Álfheiður Ingadóttir og hennar leiðitömu trjónuhestar, viti ekki af því, að ef Ísland gengur í ESB, þá gildir ekki stjórnarskrá Íslands fyrir almenning á Íslandi, heldur gildir þá einræðis-stjórnskipun ESB, með öllum sínum bankaræningja-hagræðingar-stjórnsýsluránum.

Hafa Íslandsbúar ekki fengið nóg af þessari veiði-klíku-EES-klíkustjórn bankaræningjanna?

Væri ekki rétt að byrja á að fara eftir núgildandi stjórnarskrá lýðveldis Íslands?

Og jafnframt því, að virkja allar 5 spurningar í Stjórnarskrár-þjóðaratkvæðagreiðslunni. 

En sleppa fyrstu spurningunni, sem er svo ó-útreiknanleg, að ekki nokkur maður getur skilið það rugl, sem býr að baki þeirrar spurningu. Enda fyrirskipuð og samin af ESB-valda-ræningjaveldinu.

Alþingi ætti að samþykkja, að allar 5 tillögurnar fyrir neðan fyrstu spurninguna verði afgreiddar sem lög frá alþingi. Í þeim tillögum er réttur almennings vel varinn, og sérstaklega með ákvæðinu um, að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.1.2013 kl. 00:45

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæl Anna

Alþingi er ekki rétti aðilinn til að breyta stjórnarskrá þar sem hún kveður á um hlutverk þeirra og áhrif. Það sýnir sig best þegar Framsóknarmenn mótmæla að málið fari úr nefnd. Þeir vilja áfram ójöfnuð í vægi atkvæða. Sama gildir um fleiri flokka.

Mál til komið að þingið komi nýrri stjórnarskrá í höfn. Augljós er að málum verður fylgt eftir og þeir flokkar sem hyggja á málþóf geta ekki annað en tapað atkvæðum í komandi kosningum. Kjósendur sjá í gegnum málatilbúninginn og er miklu betur upplýstir en nokkru sinni áður.

Vilmundur Gylfason kom snemma auga á vankanta fulltrúalýðræðisins og vildi breytingar en uppskar háð og viljaleysi ráðandi afla. Þeir sem græða mest á betri stjórnskipan eru flokkarnir sem ekki hafa traust almennings og eiga erfitt með að stjórna í núverandi kerfi.

Sigurður Antonsson, 26.1.2013 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband