Landsvirkjun er burðarás

Einsemd í norðurhafi á ekki að þurfa að verða hlutskipti þjóðar sem býr í landi tækifæra.

Í öllum útrásum er fallið falið, ef þær eru ekki í höndunum á varfærnum mönnum sem hafa reynslu af atvinnurekstri. Komi ekki nægilegar tekjur inn til að standa undir herkostnaði er vá fyrir dyrum. Ríkisstjórnir og borgarstjórar skattleggja fyrir gæluverkefnum sem engan arð gefa. Taka verkefni og fé frá velrekni atvinnustarfsemi til að leggja í óbæru. Verndaðir lífeyris- og framtakssjóðsmenn seldu gullmerkið til Kínverja, Icelandic. Í Evrópu bjuggu menn ævintýri um gullkúna fyrir margt löngu og kenndu börnum. Byltingar sem kostuðu blóð og tár fyrir meir en 200 árum í Evrópu urðu til þrátt fyrir stranga ritskoðun. Rousseau segir á einum stað að það geti tekið sumar þjóðir þúsund ár að ná fullþroska, aðrar nokkra áratugi.

Samherjamenn komust í gullfisk við Vestur Afríku og virkjuðu það sem þeir kunnu best. Stóðu í skilum og greiddu arð, en vöktu grunsemdir marxista. Uppsjávarvertíð hefur staðið óslitið í tugi ára. Silfur hafsins gefur verðmætar afurðir í aðra hönd þegar verklag fer með varúð. Skyndiárásir víkinga á Bretlandseyjum skiluðu engu þegar menn gátu tekið til varna. Grímuklæddum bankamönnum undir merkjum EES gekk vel að sólunda feng sínum í eitt eða tvö misseri, en skildu eftir þjóð í fjötrum. Galdurinn liggur í áunni þekkingu en ekki reynsluleysi og sjónhverfingum.

Ekki liggur fyrir hver kostnaður við rafstreng gæti orðið eða áhrif sölu raforku til meginlandsins. Landsvirkjun á ekki að selja í hendur sjálfskipaðra framtaksmanna. 


mbl.is Aukinn áhugi erlendis frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband