Ríkisstarfsmenn verja sín óðull

„Dómar eiga að vera endanlegir“ er haft eftir skrifstofustjóra Hæstaréttar í umfjöllun Morgunblaðsins. Sú staðreynd að málum fjölgar sem brjóta gegn mannréttindasáttmálum um réttláta málsmeðferð ætti að vera viðvörun til dómstóla.

Í Fréttablaðinu 25.okt. reynir ríkissaksóknari að draga í efa réttsýni Jóns Steinars fv. hæstaréttardómara. Beinskeytt gagnrýni Jóns Steinars á sönnunarbyrði fv. ríkissaksóknara fyrir Hæstarétti verður til að Valtýr Sigurðsson telur að dómarastarfið hafi ekki hentað Jóni. Hvernig getur ríkissaksóknari ætlast til þess að hæstaréttardómari víki sæti ef viðkomandi dómari er honum ekki auðveldur ljár í þúfu. Eiga ekki dómstólar að vera sjálfstæðir og æðsta boðorð hvers dómara að fylgja eigin sannfæringu í málum. Líkt og krafa er um alþingismenn. Ein besta gjöf lýðræðisins eru ólíkir einstaklingar sem setja allt sitt á vogaskálarnar til að tryggja að umræðan leiði til vitrænar niðurstöðu. Að réttlátir dómar verði uppkveðnir og að réttarríkið fái að blómstra. Sérstaklega er mikilvægt hverri stofnun að eiga að einstaklinga sem með greind sinni og framgöngu hafa sýnt að þeir geti brotið blað og aukið traust á stofnuninni.

Hæstiréttur hefur ekki notið þess traust hjá almenningi á undanförnum árum sem ætti að vera sjálfsagt í sérhverju réttarríki. Um 20-30% íbúa treysta dómsstólum. Hversvegna skyldi Hæstaréttur hafa brugðist í Guðmundar- og Geirsfinnsmálinu. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að dómarar hafi í blindni hlýtt saksóknara. Enginn hæstaréttardómari fann að því að Sakadómur Reykjavíkur rannsakaði og dæmdi í sömu málum. Allir mannréttindasáttmálar þeirra tíma hváðu þó skýrt á um það. Meðalmennskan í Hæstarétti og í störfum saksóknara hefur því miður hindrað framgang réttlátra dóma.

Ríkisstarfsmenn í háum stöðum innan dómskerfsins hafa reynt að koma í veg fyrir endurupptöku mála og eiga sinn þátt í lélegu mati almennings á dómskerfinu. Að standa vörð um réttarríkið er þó mikilvægasta hlutverk lögfræðinga. Óskir Valtýrs um að hafa dómstóla einungis skipaða jámönnum gengur þvert á þetta markmið. Þegar dómari dregur í efa réttmæti sönnunargagna sem saksóknari leggur fram er það gott mál.


mbl.is Vegas-málið endurupptekið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband