Bessastaðir heilla

Fuglaáhugamenn geta verið ágengnir og hver veit nema það sé verið að stugga við þeim. Álftanesmenn hafa ekki alltaf verið með á nótunum og hver segir að það eigi að vera bílaumferð um hlaðið á Bessastöðum. Nú þegar líkur eru á því að barnafjölskylda setjist að á höfuðbólinu er alveg eins gott að fara með gát.

Margir eru farnir að spá í spilin og sitt sýnis hverjum. Eitt er víst að sjónvarpið lýgur ekki til um vinsældir og áhrif. Sjónvarpsmenn eru inn á hverju heimili daglega og ríkissjónvarpið hefur sérstöðu með skylduáskrift. Sjónvarpið hefur síðan það kom veitt frambjóðendum forskot að forsetastólnum hafi þeir stjórnað þar þáttum. Önnur atriði sem skipta máli er félagsfærni og skátastarf frambjóðenda. Að vera ávallt viðbúin og með þjónustulund. Þessir eiginleikar eru mikilvægari en skotsilfur sem alltaf má afla með góðum stuðningsmönnum. Áræðni maka og framsæknar ættir auka möguleika frambjóðenda á kjöri.

Háskólagráður í alþjóðlegum stjórnmálum er nýr þáttur sem hjálpar til og stuðlar að kosningu ásamt góðri tungumálakunnáttu. Þegar við bætist geislandi greind og gjörvileiki er leiðin orðin greið til Bessastaða. Ekki spillir fyrir lýðveldinu að hafa börn eins og hjá konungum, framtíð þeirra er aðalmálið. 


mbl.is Lokað og læst við Bessastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband