Ólög um Ríkisútvarpið

 

Kjósendur greiða flokkum atkvæði sitt í auknum mæli eftir því hvernig þingmenn afgreiða mál á Alþingi. Með netupplýsingum er menn meðvitaðari um afgreiðslu mála. Kunningi minn greiðir sexfalt útvarpsgjald, yfir eitt hundrað þúsund til Ríkisútvarpsins. Hann er með þrjá unglinga í heimili og lítið fyrirtæki. Fyrirtæki hans með 3 starfsmenn greiðir sama gjald og þau sem eru með 300 starfsmenn.

Ríkisstjórnin tekur stóran hluta af útvarpsgjaldinu til eigin nota og skattlegur þannig barnafjölskyldur meira en aðra. Yfir fjóra milljarða í tekjur duga ekki þessum ríkismiðli. Auglýsingar er annað fenið sem á að koma undan reglum ESA og gera eyjuna enn sérstæðari í lagasetningu. Áfengisauglýsingar ríkisins eru leyfðar á RÚV og jafnvel í Kastljósi eru teppaauglýsingar sjálfsagðar undir formerkjum sýningahalds. Leynimakkið í algleymingi. Jafnræði milli þegna er falin bók þegar hagsmunir ríkisins er annars vegar.  

Óréttlætið sem alþingismenn láta frá sér fara á eftir að hafa enn meiri breytingar í för með sér en nokkru sinni áður í komandi kosningum. Sama hvort það er á besta … versta, vinstri eða á hægri væng. Netið og nýir fjölmiðlar breyta landslaginu eins og nýjar skoðanakannanir bera ljóst vitni um. Standi menn ekki við aðalkosningaloforð sín er breiða brautin greið, út af Alþingi. Jafnvel áður en kjörtímabilið rennur út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband