Dýr skóli með yfirbót

Axarsköft lífeyrissjóða er dýr skóli í litlu samfélagi sem ástundar varla gagnrýna hugsun. Sýnir í hnotskurn að hér er á mörkunum að reka þjóðfélag sem ekki styðst við góðar samræðuhefðir. Áratuga légleg fjármálastjórn útnesja þjóðfélags hefur að líkindum náð hámarki. Ákveðið hugrekki stjórna lífeyrissjóðanna er að birta kolsvarta skýrslu, en því má ekki gleyma að þeir eru að skoða sinn heimavöll. Ber vott um yfirbót manns sem hefur brotið af sér.

Hér er um þvingaðan sparnað að ræða sem lífeyrisfélagar hafa enga stjórn á og er dæmdur til að mistakast þrátt fyrir góð áform velferðafulltrúa. Skynsamlegast væri að þjóðnýta þennan sparnað að fullu og geyma sem gullforða í Seðlabanka. Forða sem ekki mætti nota nema á stríðstímum eða þegar mikill vá steðjar að. Glórulaust er að þvinga fólk til sparnaðar sem elur af sér forréttindastéttir og sjóðasukk.

Flestir landsmenn hafa nú uppgötvað gagnsleysi lífeyrissparnaðar en geta lítið um breytt. Það breytist varla mikið þangað til íbúarnir fá ákvörðunarvaldið í sínar hendur.  Tæknilega eru netkosningar fjöldans framkvæmanlegar og geta tekið við af fulltrúalýðveldinu. Fært völdin og ákvarðanatöku til íbúanna.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is LV fagnar útkomu skýrslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gull er einmitt prýðileg fjárfesting til að varðveita kaupmátt til mjög langs tíma.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2012 kl. 22:45

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Guðmundur

Gaman er að líta á bloggsíðu þína og sjá hin ýmsu gagnlegu línurit um efnahagsvísa, innóður eða dexur, meðal annars gullverðsþróunina. Gull og silfur hefur haldið verðgildi sínu í verðbólgu sem er heimatilbúin. Öll stærri ríki telja hag í því að eiga gullforða. Væri t.d. hér gullforði þyrfti Seðlabankinn ekki að greiða vexti af erlendum lánum sem mynda gjaldeyrisforða. Vaxtagreiðslur sem leggjast þungt á ríkissjóð og skattgreiðendur. Allir eru að tapa vegna núverandi óstöðuleika sem hlýst af víxlhækkunum skatta og launa. Verðstöðvun til 5 ára kæmi í kjölfarið.

Sigurður Antonsson, 5.2.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband