Lýðræðið virkar á Bretlandi eins og fyrri daginn

Hvaða skoðun sem menn hafa á Brexit er dómstólaleiðin að virka. Gina Miller viðskiptastjóri sýnir þingmönnum að þeir verða líka að taka afstöðu. Meirihluti fyrir úrsögn var aðeins um 2 prósent.

Hagvöxtur í Englandi er um 2 prósentustig og í Svíþjóð 3, á Spáni og í Póllandi er hann um 3%. Pundið á uppleið eftir mikið fall. Varla getur Evrópusambandið verið alvont fyrir þessar þjóðir?

Fyrir Ísland og sjávarútveginn hefur fall pundsins verið áhrifaríkt. 10 milljarða minni tekjur á nokkrum mánuðum. Thersea May virðist glúrinn við að halda sig á línunni og hafa vit fyrir karlpeningnum. Hæglát kona sem vinnur heimavinnuna.

 


mbl.is Er Brexit búið að vera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ef meirihluti þjóðarinnar sem kaus úröngu úr dauðrabandalaginu verður svikinn, þá verður uppreisn og af skiljanlegum ástæðum. Þrír spilltir dómarar munu ekki koma í veg fyrir það. Þessu máli verður áfrýjað. Svikin liggja m.a. í því að dómararnir eru hlutdrægir og að í leiðbeiningunum með þjóðaratkvæðagreiðslunni stóð með skýrum stöfum: "This is your decision. The Government will implement what you decide". Það stóð ekkert um að niðurstöðurnar þyrftu að verða samþykktar af þinginu fyrst. En auðvitað eru svikarar alls staðar, ekki aðeins allir þingmenn Verkamannaflokksins (The Leftards) og Frjálslyndra, en einnig margir þingmenn Íhaldsflokksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálamenn svíkja þjóð, við á Íslandi höfum jú reynslu af landráðastjórn Jóhönnu og Steingríms fyrir nokkrum árum. Þetta verður ekki auðvelt, en ég er fullvissaður um, að lýðræðið muni að lokum sigra með Brexit, helzt "hard Brexit". Og Ukip mun vaxa fiskur um hrygg og þeir munu berjast fyrir lýðræðinu og réttlætinu.

- Pétur D.

Aztec, 4.11.2016 kl. 12:48

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Aztec

Theresa May ætlaði sér tvö ár til að ganga frá málum. Það er langur tími í stjórnmálum. Skotar geta gengið úr ríkjasambandinu og nýjar kosningar orðið þrautalending. Hér er um mikla ákvörðun að ræða. Hingað til hefur ekki gengið vel eftir Brexit. Verðbólga á uppleið og óvíst hvort framleiðni verði jafn hagfelld. Bretar verða meira einangraðir og meiri atvinna fyrir innlenda, en er það vilji meirihluta Breta? Sú var tíðin að allt logaði í verkföllum í Englandi. Menn lögðu niður og fóru á kránna ef það gerði skúr.

Sigurður Antonsson, 6.11.2016 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband