Reynsluleysi á Alþingi

"Unglingavinna" á Alþingi. Reynsluleysi, eða andvaraleysi gagnvart skemmdarverkamönnum var orsök flýttra kosninga. 

Viðreisnarformaðurinn er djarfur og biður um umboð. Þarf ekki að vera versta lausnin ef menn á annað borð eru eftirgefanlegir eins og Sjálfstæðismenn eru. Sjálfur veit ég ekki hvers vegna Evrópusambandið þarf að vera "hræfugl" eins og margir prédika?

Mörgum ESB löndum virðist ganga vel um þessar mundir. Í Svíþjóð er mestur uppgangur. Jafnvel á Spáni sem hefur búið við atvinnuleysi og stjórnarmyndunarerfileika er hagvöxtur góður. Pólland er í uppsveiflu, því ætti ekki að vera að hægt að tengja krónuna við evru eins og Pólverjar gera?

Reynslulausir Píratar og Vinstri grænir lofa varla miklu þótt margir vilji nota þá sem grýlu. Bjartir, Viðreisn og Sjálfstæðis gætu málað sveifluminni framtíð og lækkað vexti.


mbl.is Telur að Bjarni fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta er ekki rétt hjá þér. ESB er hræfugl. Það er djúp kreppa innan sambandsins og hefur verið í mörg ár. Sérstaklega eru Spánn að sligast undir evrunni eins og Grikkland. Svíþjóð, Bretland og Frakkland eru að sligast undir yfirgangi hundruð þúsunda múslíma í boði ESB. Af hverju heldurðu að Bretar séu að reyna að losna úr klónum á þessu ólýðræðislega sambandi? Það er ekki út af engu. Að hrósa ESB er eins og að segja að Austur-Þýzkaland hafi verið paradís verkamanna og tjáningafrelsis, eða að segja að allt hafi verið mjög huggulegt fyrir gyðinga í 3. ríkinu.

- Pétur D. 

Aztec, 30.10.2016 kl. 22:54

2 Smámynd: Aztec

Ég hallast helzt að því að Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Framsókn muni mynda ríkisstjórn og ESB-málið verði saltað ofan í tunnu þar sem það á heima.

Aztec, 30.10.2016 kl. 22:56

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þegar hagvöxtur fer yfir 3 prósent er uppsveifla. Tölvur kunna að ráða mestu þar um, en frjáls hugmyndavinna og sköpun býr að baki. Bretar búa ekki lengur við stöðugleika sem ríkt hefur í Evrópu, verðbólga er að fara þar af stað. Pundið er ekki að styrkjast. Nú reynir á samningagetu Boris Johnsons og leikni Frú May við að draga úr neikvæðum áhrifum af úrsögninni. Íslendingar hafa notið góðs af ytri aðstæðum sem hafa ríkt á mörkuðum og stöðugleika út í heimi. 

Frelsi til viðskipta er drifkrafturinn. Nokkuð sem fyrrverandi ríkisstjórnir lögðu áherslu á. ESB náði samningum við Kanada í síðustu viku um fríverzlun. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig og við njótum góðs af fríverslun við Kína? 

Sigurður Antonsson, 31.10.2016 kl. 00:14

4 Smámynd: Aztec

Hagvöxtur innan ESB-ríkjanna hefur verið að meðaltali nær núlli undanfarin 8 ár. Spáð var, að hagvöxtur ESB-ríkjanna 28 yrði ca. 1,8% á ár (evruríkin 1,6%) og var reiknað með 1,9% 2017 (evruríkin 1,8%). Hins vegar var spáin gerð í maí áður en mönnum datt í hug að það yrðu lýðræðislegar niðurstöður úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit. Svo að hagvöxtur ESB verður mun minni í ár og næsta áratuginn, því að Bretland, brauðkarfa Evrópsambandsins er á leiðinni úr klóm hræfuglanna. Hagvöxtur í ESB hefur verið sl. 10 árin:

    • 2008: 0,5%

    • 2009: -4,4%

    • 2010: 2,1%

    • 2011: 1,8%

    • 2012: -0,5%

    • 2013: 0,2%

    • 2014: 1,4%

    • 2015: 2,0%

    • 2016: 1,8%

    Árlegur hagvöxtur í ESB (ESB-28) 2008-2015: 0,4% að meðaltali.

    Árlegur hagvöxtur á evrusvæðinu 2008-2015: 0,1% að meðaltali.

    Til samanburðar var meðaltal haxvaxtar á Íslandi 2008-2015: 0,85%, þar af 4% árið 2015.

    (Heimildir fengnar frá vefsíðu ESB: http://www.eu.dk/da/fakta-om-eu/statistik/vaekst-i-bnp)

    Um leið og Brexit er lokið eftir væntanlega tvö ár (þótt Theresu May sé ekki treystandi) fer hagvöxtur Bretlands á flug og hagvöxtur ESB mun hríðfalla eina ferðina enn.

    - Pétur D. 

    Aztec, 31.10.2016 kl. 20:05

    5 Smámynd: Aztec

    Svo að hagvöxtur í ESB er langt frá að vera neins staðar í námunda við 3%, enda er ESB núna að fara að liðast í sundur vegna alls sem hefur verið gert rangt, auk þess sem hefur afhjúpazt síðan hinna farsælu Brexit-atkvæðagreiðslu. Sumt af því illa sem ESB hefur staðið fyrir er:

      • Einræðið (ekkert lýðræði, ókjörnir embættismenn ráða öllu, almenningur ekkert spurður álits og þegar það er gert vilja valdníðingarnir ekkert mark taka á því),

      • Fasíska valdastefnan (aðildarlöndin ófullvalda leppríki, mótmælum svarað með hótunum),

      • Evran (kolröng peningastefna sem gerir fátækari aðildarríki gjaldþrota),

      • Opnu landamærin (hundruð þúsund múslímskir hentugleikaflóttamenn fá að gera innrásir og eyðileggja þjóðfélögin),

      • Landráðahyskið við stjórnvölinn í Vestur- og Norður-Evrópu (Jean-Claude Juncker, Angela Merkel, Francois Mitterand, Theresa May, Stefan Löfven)

      Og þetta er það sem fáfróðu einfeldningarnir á Íslandi vilja inn í.

      - Pétur D.

      Aztec, 1.11.2016 kl. 00:50

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Um bloggið

      sigurfang.blog.is

      Höfundur

      Sigurður Antonsson
      Sigurður Antonsson
      Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
      Apríl 2024
      S M Þ M F F L
        1 2 3 4 5 6
      7 8 9 10 11 12 13
      14 15 16 17 18 19 20
      21 22 23 24 25 26 27
      28 29 30        

      Myndaalbúm

      Nýjustu myndir

      • 20170304 172602
      • 20170304 172528
      • 20170304 172216
      • DSC_0007
      • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
      • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
      • Kindur

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband