17.10.2021 | 14:00
Gunnar Smári á Vísir.is. Úlfar hafa hlutverk
Sósalistinn Gunnar Smári var við að ná inn á þing. Hver veit nema hann hefði verið inni hefði hann rekið kosningabaráttuna eins og eldri menn Flokks fólksins, náð inn á þing með einlægni, hænufeti í einu.
Þingheimur hefði verið ólíkt litríkari með Gunnari kjörnum á þing. Fyrrverandi ritstjóri Gunnar S. Egilsson kann fyrir sér ýmislegt eftir langa vist með uppkaupakaupmönnum á hlutabréfum og útrásarvíkingum, "spilavítiskapítalsisma." Hann nálgast viðfangsefnið á einfaldan máta eins og með grein á Vísir þann 14.október. "Hænur sem dáðst að úlfum." Margur stjórnarsinni taldi sig vera að sópa gólf með því að úthýsa og formæla Gunnari, töldu að skjóta ætti hann í kaf eins og óvelkominn háhyrning á taflborði ríkiskapítalisma.
Gunnar sparar bönkunum ekki kveðjurnar. Í fjármálaheimi sem er að mestu ríkisrekinn og að hans sögn tekur árlega þóknanir og vexti af hverri fjölskyldu í landinu sem nemur álíka og miðlungs mánaðarlaunum verkamanns, hátt í 800 þúsund. "Hagnaður þeirra er sóttur til þeirra sem búa til verðmæti;launafólks og rekstrafyrirtækja. Ofurhagnaður banka er sjúkdómseinkenni."
Hann dregur upp ýmsar hagtölur máli sínu til stuðnings. Aðeins tveir úr ranni formanna stéttarfélaga hafa andmælt hækkandi stýrisvöxtum en þegja þunnu hljóði um þúsundir, milljarðasjóði stéttarfélaga sem eru á hlaupabretti krónuverðbólgu. Sjóði sem kaupa íbúðir í heildsölu og selja síðan til launafólks með 15% álagningu.
Formaður Flokks fólksins hefur reynt að upplýsa alþingismenn um marga hnökra á fjármálakerfinu en dugar skammt. Miðflokkurinn brást og tók að boða ríkisgjafir á endaspretti kosningabaráttu. Fátt eitt breytist og ekki verður betur séð að nú sé hafið enn eitt höfrungahlaupið með flökt á krónu. Engir hákarlar á þing, en guðsmenn velkomnir.
Leyfir ekkert kæruleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.