Heiðursmenn og íþróttaandi

Eru Ármann og Fylkir þá skrefinu framar en hin íþróttafélögin í íþróttamenningu? Eftirtektarvert er hvað einblínt hefur verið á tækni og líkamsþjálfun, ekki bara hér heldur í Bretlandi. Fjárhagshliðin hefur verið áberandi og íþróttafélög notað hana þegar gengið er eftir að að byggt sé yfir keppnisíþróttir og aðstöðu fyrir afreksmenn. Mikið talað um fjárhagslegan ávinning fyrir félögin þegar leikmenn eru "seldir". en dæmið sjaldan reiknað til enda.

Félagsandinn er mikilvægur og með honum voru unnir sigrar í frjálsíþróttum um miðbik seinustu aldar. Bakgrunnurinn var þjóðernismetnaður og ungmennafélagsandinn sem lagði grunninn að afrekum í íþróttum. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Bindindisfélög höfðu náð miklum árangri á fyrri hluta aldarinnar, en upp úr 1950 þykir ekki lengur fínt að vera í stúku. Á síari hluta fyrri aldar náðu skákmenn miklum árangri á alþjóðlegum mótum.

Tímana tákn eru íþróttasálfræðingar sem fara um og kenna ný og gömul gildi. Það er traustvekjandi og óskandi væri ef meira væri gert að því að leggja áherslu á jafna aðstöðu fyrir öll ungmenni. Áberandi er t.d. hve góð aðstaða er í Kaplakrikanum í Hafnarfirði. Þar eru hvatningarorð á veggjum og góður andi. Valsmenn vitna oft í KFUM og Sr.Friðrik Friðrikssonar en Ármenningar horfa til brautryðjanda eins og skákmanninn og boxarann Guðmund Arason.

 

    


mbl.is „Á íþróttum hvílir skylda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband