Álftir með fjóra unga við Vífilstaðavatn.

Í sumarblíðu er yndislegt að eiga morgunstund í landi málleysingja. Heyra fuglasöng eða tóna himbrima, lokkandi væl. Skilti sem biðja um aðgát á varptíma eru sýnileg, en allir skilja ekki íslenskuna og fara um göngustíga á hlaupum. Ögra fuglalífi af kunnáttuleysi. Veiðimenn hafa leyfi til að vera út í vatni, en þótt hljóðlitlir, hversvegna á varptíma í vatni þar sem veiði er lítill? Varla síli fyrir kríu.

Í morgun mætti ég stórum álftum sem voru íbyggin og ákveðin við göngustíginn, þegar ég nálgaðist var eins og þau vildu segja mér tíðindi. Karlfuglinn gekk ögrandi til mín og ég gekk hljóðlega áfram. Á bakaleið komu þau nær göngustígnum og sýndu mér stolt fjóra unga sína, nokkra dag gamla. Augljóst að þau ætla sér niður að vatni von bráðar þar sem himbrimi hafði verið að væla í gær, tileinka sér vatnið?

Sumargróður i blóma og lúpínan, staðarplanta og tákn sunnanmegin við vatnið allt upp að virki breskra hermanna frá stríðsárunum. Falleg planta í blá hvítum lit sem gegnir ræktunarstarfi með því að bæta jarðveginn. Annað eftir því og nýir göngustígar sem ná allt að Grunnuvötnum. Trjágróður hefur verið friðaður þarna í áratugi en tiltölulega hæg þróun. Friðland svæðisins allt að Helgafelli og inn í Heiðmörk er stórt, sem alltof fáir nýta. 

 

um


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband