1.7.2021 | 11:39
Álftir með fjóra unga við Vífilstaðavatn.
Í sumarblíðu er yndislegt að eiga morgunstund í landi málleysingja. Heyra fuglasöng eða tóna himbrima, lokkandi væl. Skilti sem biðja um aðgát á varptíma eru sýnileg, en allir skilja ekki íslenskuna og fara um göngustíga á hlaupum. Ögra fuglalífi af kunnáttuleysi. Veiðimenn hafa leyfi til að vera út í vatni, en þótt hljóðlitlir, hversvegna á varptíma í vatni þar sem veiði er lítill? Varla síli fyrir kríu.
Í morgun mætti ég stórum álftum sem voru íbyggin og ákveðin við göngustíginn, þegar ég nálgaðist var eins og þau vildu segja mér tíðindi. Karlfuglinn gekk ögrandi til mín og ég gekk hljóðlega áfram. Á bakaleið komu þau nær göngustígnum og sýndu mér stolt fjóra unga sína, nokkra dag gamla. Augljóst að þau ætla sér niður að vatni von bráðar þar sem himbrimi hafði verið að væla í gær, tileinka sér vatnið?
Sumargróður i blóma og lúpínan, staðarplanta og tákn sunnanmegin við vatnið allt upp að virki breskra hermanna frá stríðsárunum. Falleg planta í blá hvítum lit sem gegnir ræktunarstarfi með því að bæta jarðveginn. Annað eftir því og nýir göngustígar sem ná allt að Grunnuvötnum. Trjágróður hefur verið friðaður þarna í áratugi en tiltölulega hæg þróun. Friðland svæðisins allt að Helgafelli og inn í Heiðmörk er stórt, sem alltof fáir nýta.
um
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.