Baráttuhugur þegar aðrir lyppast niður undan neikvæðri umræðu

Ótrúlegur kraftur hjá Birni Leifssyni, World Class líkamsræktarstöð, þegar aðrir gefast upp og draga sig í hlé. Hann tók það sérstaklega fram í ítarlegu viðtali á Útvarpi Sögu að veirusmit sem mætti rekja til hans líkamsræktarstöðva munu hafa verið 3 - 4 smit á 3 milljón komugesti. Daginn eftir birtust sérlega rætnar athugasemdir um stöð hans í Fréttablaðinu frá lesendum. 

Björn taldi að opinberir lokunarmenn hefðu dregið alla í sömu dilka, þá sem gættu fyllstu varkárni og hinna sem sýndu minni aðgæslu eða fylgdu ekki eftir reglum. Enn er sóttvarnarlæknir að biðja um auknar lokunarheimildir hjá ráðherra án þess að nægilegar röksemdir fylgi. Atvinnurógur myndi margur segja.

Alvarlegustu mistökin eru að eiga sér stað hjá ríkisreknum öldrunarspítölum og hælum. Sömu glappaskot og urðu hjá Svíum fyrir mörgum mánuðum þegar hinir elstu og veikust dóu. Þar hefur verið tekin upp önnur stefna í baráttunni við veiruna sem vekur athygli víða um lönd.

Líkamsrækt er einkum mikilvæg fyrir nemendur, innisetumenn og skrifstofumenn. Það er því þverstæða í aðgerðum heilbrigðisyfirvalda að loka íþróttahúsum þar sem engin snertihætta er við aðra gesti. Ef tæki notuð öll tæki sprautuð bak og fyrir með veirudrepandi efnum. 

Þeir sem vinna að útiveru og fjöldaíþróttum styðja við heilbrigðiskerfið, með meiri líkamlegri þjálfun fækkar læknisheimsóknum og spítalavist. Við starfsemi þeirra eiga opinberyfirvöld að styðja. Varla getur það verið farsæl stefna að draga enn fleiri á bætur og til atvinnumissi ef ekki er brýn þörf á. 


mbl.is Segir engin ummerki um misbrest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband