18.10.2020 | 17:41
Anders Tagnell með önnur viðhorf? Of mikið um tilviljunarkennd vinnubrögð.
Ólíkt höfumst við að. Í Svíþjóð taldi yfirmaður sóttvarna Anders Tagnell læknir það hlægilegt að loka landamærunum í apríl síðastliðnum. Veiran færi hvort eð er yfir öll landamæri. Hann reyndist sannspár og býr að reynslu frá starfa sínum í löndum Afríku með WHO. Svíar standa ekki aðgerðalausir gagnvart veirunni en hafa tekið betri ákvarðanir og farsælli efir því sem líður á veirutímabilið.
Ráðamenn í Evrópu eru mistækir í aðgerðum við að verjast veirunni. Í Englandi er meira um skyndiákvarðanir en í Skotlandi og Norður-Írlandi, en þar var hægt að halda skólum opnum þegar stjórn Boris Johnson lokaði þeim. Í Frakklandi er stjórn Macron þekkt fyrir stangar skynaðgerðir meðan Merkel í Þýskalandi glímir við mun færri smit en eru hjá nágranaþjóðum.
Hér er ekki talin þörf á breyta um áherslur? Ástunda meiri varnir í nálægð en leyfa landamærum t.d. að vera opnum með að fella niður sóttkví og einangrun ef ekki finnst t.d. smit í fyrst smittöku. Nú þegar októbermánuður, smithæsti flensumánuður er að vera liðinn er mál til að breyta um stefnu.
Ósamræmi er að leyfa íþróttaiðkanir inni þar sem iðkenndur eru ekki í snertingu við hvora aðra en banna aðgengi að líkamsræktarstöðum eða sundlaugum þar sem hægt er að nota sömu fjarlægðarmörk. Treysta fólki til að gæta sín og læra að forðast veiruna. Sama á við um veitingastaði eða álíka. Kórónuveiran er nú talin álíka skæð í dauðatilfellum og um væri að ræða tvo inflúensufaraldra hver á fætur öðrum.
Staðfestir í meginatriðum tillögur sóttvarnalæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Það er ekkert vit í því sem gert er hérlendis.
Og Bretland er kapítuli út af fyrir sig. Boris fékk flensuna í vor. Hún hefur greinilega lagst á heilann í honum, slíkt er ruglið.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.10.2020 kl. 19:59
Í fréttum BBC er sagt frá því að Manchesterbúar eigi að loka atvinnurekstri í tvær vikur gegn því að fá milljónapunda greiðslur. Stjarnfræðilegar tölur. Smitmælingar samt ekki mestar þar.
Elísabet drottning eins og áður sómi og skjöldur Bretlands. Drottning í nær 70 ár.
Sigurður Antonsson, 19.10.2020 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.