Samdráttur í fleiri greinum en ferðaþjónustu

Samræður um hvernig eigi að bregðast við samdrætti hjá útflutningsgreinum fer aðallega fram í fréttum Morgunblaðsins. Tveir leiðarahöfundar á Fréttablaðinu hafa talað snöfurmannlega um harkalegar takmörkun vegna sóttvarna á landamærum, en varla meir.

Þeir sem reka sjálfstæð fyrirtæki hafa fundið fyrir því að lítill skilningur er hjá forsætisráðherra um að skoða takmarkanir á erlendum ferðamönnum annarsvegar og innlendum smitleiðum. Hennar rök eru að það muni koma sér best fyrir ferðaþjónustuna að bíða af sér haust og vetrastorma. Annars var hún fljót að afla sér upplýsinga hjá þeim sem standa henni næst og svara fyrir harða gagnrýni sem hún átti ekki von á.

Fáeinir þingmenn og þá helst í Sjálfstæðisflokki hafa haft áhyggjur af því að samdráttur vegna hertra sóttvarnaraðgerða muni bitna harkalega á efnahagsreikningi þjóðar sem á jafn mikið undir útflutningi og eyþjóðin. Flestar spár um samdrátt eru trúlega vanáætlaðar ef ferðaþjónustan sem hefur staðið undir 40% af útflutningi verður í skötulíki þetta ár og það næsta.

Nú eru að koma fram tölur um mikinn samdrátt í öðrum útflutningsgreinum. Seðlabankastjóri hefur endurtekið sínar spár en standast þær þegar halli ríkissjóðs eykst og fer yfir 500 milljarða á næsta ári. Margir í opinbera geiranum láta að því liggja að nú sé krónan ekki að gefa verulega eftir, en geri hún það sé það kostur sem þjóðin verður að sætta sig við. Íslandskrónan sé fyrir Ísland og nú blasi við stærsta kreppa í 100 ár.

Umræður eru af því góða og geta leitt til betri ákvarðanatöku, gagnrýni og skoðanamyndun ættu flestir að tileinka sér en ekki að segja að þeir hafi ekki verið upplýstir. 

Nú beinist aftur athyglin að sóttvörnum innanlands, hvað ríkisrekið heilbrigðiskerfið getur áorkað til lengri tíma litið. Farsóttin og viðvera hennar er að breytast. Mestu máli skiptir að að gagnrýnar umræður fari saman á undan aðgerðum.


mbl.is Mikill samdráttur í útflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú virðist sem erlendir fjárfestar séu að byrja að flýja krónuna og íslenska hagkerfið. Seðlabankinn þurfti að setja 1% af gjaldeyrisforðanum í að bjarga málum vegna slíks í vikunni. Margfaldari ferðaþjónustunnar er held ég um 2,3. Það segir okkur talsvert um áhrifin á aðrar greinar. Ég er því sammála þér um að samdráttarspárnar eru vanáætlaðar.

Um þessar mundir hef ég mestar áhyggjur af því sem gerist þegar fólk fer raunverulega að finna fyrir þessari heimatilbúnu kreppu á eigin skinni. Það er fjarlægur draumur, sem margir hafa reyndar ekki vaknað af, að ríkið muni verja almenning fyrir áhrifunum. Það er ekki að fara að gerast, einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt.

Þegar fólk hefur almennt áttað sig á að hér er einfaldlega um að ræða hryðjuverkastarfsemi gegn lífskjörum, lífi og heilsu tugþúsunda, til að forða því að örfá smit berist til landsins, fer almenningur að rísa upp. Og í þetta sinn verða vopnin ekki pottar og pönnur.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.8.2020 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband