Kæruleysi og lítill sanvinna við vinaþjóðir

Góðar fréttir af ráðherrum sem fengu engan forgang við smitrakningu. Hallast enn meir að því að það þurfi heimspekinga og raunveruleika hagfræðinga til að skilja allar tölur um Kórónufaraldurinn. Margar farsóttir hafa gengið yfir landið á síðsutu 100 árum, en nánast engin á netsímaöld.

Smithættan er mest þar sem viðhaft er innlent kæruleysi og það kemur og heim við fréttir frá Evrópu. Merkilegt er að t.d. Þýskaland og Norðurlönd sameinist ekki í aðgerðum. Nóg er af samvinnu og vinamótum en þegar kemur að sameiginlegum aðgerðum vilja allir vera með sína gátt. Ekki eru liðnir nema nokkrir mánuðir síðan Merkel forystukona í Evrópu og ESB kom í vinaheimsókn og átti viðræður við Katrínu. Þá var þingforseti Danmerkur á eftirminnilegum fundi á Þingvöllum.

Þorsteinn Siglaugsson heimsspekingur og hagfræðingur er með dánartölur á blogginu í dag frá Ameríku þegar atvinnuleysi eykst um 1%. Ef það er borið saman við Ísland væru það 50 dauðsföll ef ég skil mál hans rétt. Það má einnig bæta ótímabærum dauðsföllum hjá öðrum hópum sem sjá ekki út úr rekstri heimila eða fyrirtækja vegna þess að margar sjálfsbjargir eru bannaðar. Varlega áætlað væru það um 300 ótímabær dauðsföll ef innlendar spár um atvinnuleysi ganga eftir til áramóta. 

Margir berserkir á blogginu reyna að afvegaleiða umræðuna og segja að öll smit séu vegna ferðamanna, en geta ekki þess að þeir eru flestir Íslendingar. Erlendir ferðamenn eru mjög vel upplýstir og koma flestir frá löndum þar sem varkárni og skyldur eru oft meiri en hér. Allir með sína eigin gátt eins og Bjartur í Sumarhúsum.


mbl.is Ráðherrarnir ekki smitaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband