Hlutfall dauðsfalla skiptir mestu máli. Mun fleiri dóu í spænsku veikinni

Dauðsföll af völdum veirunnar er mun færri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Norðmenn koma næst á eftir Íslendingum með 255 dauðsföll. Danir enn fleiri tiltölulega, en á Grænlandi engin. Í spænskuveikinni sem herjaði hér eftir 1918 er talið að hátt í 500 manns hafi látist, en af Kórónuveirunni er talið að 10 hafi dáið hér. 

Hreinlæti og fjarlægðarmörk eru kjörorð sóttvarnarlæknis. Einfalt og skilvirkt. Misvísandi útreikningar með nettækni segja oft lítið og geta verið villandi.

Allt athafnalíf í Reykjavík lamaðist við spænsku farsóttina, en það gekk betur út á landi þar sem sóttin náði mun minni útbreiðslu. Ísland hefur sérstöðu með að búa að mikilli reynslu af farsóttum og almennu hreinlæti sem er við haft. Baráttan við berkla hefur skilað mikilli þekkingu og upp úr stríðslokum vannst sigur á þeim.

Flestir sem eru komnir yfir miðjan aldur eiga ættingja sem létust úr þessum farsóttum. Óttinn við Kórónufaraldurinn er raunhæfur en ekki má ala of mikið á honum þar sem heilbrigðisyfirvöld hafa góða yfirsýn. Í raun mun meiri tök og þekkingu en nokkru sinni fyrr.

 

 

 

 

 


mbl.is Ísland næst á eftir Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fjöldi dauðsfalla eftir löndum segir vitanlega ekki neitt, enda íbúafjöldi landa mismunandi.

Dauðsföll sem hlutfall íbúafjölda segja okkur heldur ekkert fyrr en pestin er gengin yfir. 

Dauðsföll sem hlutfall af fjölda greindra smita segir í flestum tilfellum mjög lítið, enda greinist ekki nema lítill hluti smitanna svona yfirleitt.

Eina leiðin til að átta sig á dánarhlutfallinu núna eru rannsóknir með tilviljanakenndu úrtaki. Þar sem þær hafa verið gerðar gefa þær dánarhlutfall á bilinu 0,2-0,3%.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.8.2020 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband