Var í upphafið viðhöfð röng forritun? Konur ögra en hafa engar varanlegar lausnir

Ekkert nýtt að konur ögri Trump forseta og reyni að leiða hans þankagang inn á nýjar brautir. Fréttamaður CBS Weijia Jiang var ekki af baki dottinn. Á bak við grímuna í grænum forsetagarðinum var kona sem þorði að spyrja, þegar heimsbyggðin leikur allt á reiðiskjálfi vegna áhrifa veirunnar. 

Forsetinn grímulausi var í upphafi mótfallinn því að taka til sömu aðferða og Kínverjar, en barst með straumnum í stórflóði af grímum og takmörkunum. Á Vesturlöndum var valdið sett í hendurnar á sóttvarnarlæknum og hinar kínversku lausnir með "copy paste" aðferð viðhafðar. Lokað á allar samgöngur eins og iðulega er gert í Kína þegar yfirvöldum þykir það henta. Á sama tíma hafði veiran borist til Vestur-Evrópu í desember.

Þegar línur skýrast og hræðslan vegna veirunnar minnkar munu menn sjá að mikið fór úrskeiðis í upphafi. Sars 3 veiran tók sinn toll en aldrei fyrr hefur verið lokað á alla farþegaflutninga milli landa. Engin furða þótt Trump spyrji spurninga þar sem tveir öflugustu veirusmit má rekja til meginlands Kína og frá þéttbýli Hong Kong og Wuhan. Svínaflensan átti upptök sín í Ameríku en engum datt í hug að ásaka Texasbúa.

Tvöfalt til þrefalt meiri líkur eru á smiti í menguðum stórborgun en í strjálbýlum löndum. Stórborgarbúum þykir mikið til koma að heimsækja strjálbýl svæði, dásama fegurðina, og víðernið. Náttúruleg viðbrögð við mengun stórborga. 

Allt sem veirulæknirinn frá Tromsö sagði í lok mars er að ganga eftir. Veirur leita eins og vatn að minnsta viðnámi og fara sína leið þangað til þær finna ekki nýja veika einstaklinga. Mótstöðuafl myndast gegn ásókn veira en nákvæmlega hvernig og í hvaða mæli vita vísindin ekki. Veirur eru hluti  af lífskeðjunni og nauðsynlegar öllu lífi.

 

 


mbl.is Munnhjóst við blaðamann og sleit fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband