Svalt að ferðast með Kaldalóns

Fór með Svala í Suðvestur með ströndinni frá Acona. Farið var hátt upp í fjallaskörð og ótrúleg einstigu niður að manni fannst. Get ekki séð að slíkar fjallaferðir geri nema gott sé hæfilega langt á milli manna, en reglur eru reglur. Eiginlega dauðlangar manni að slást í hóp göngumanna um þær slóðir sem einráður Spánar Franco fór eitt sinn um með liðsmenn sína á Tenerife. Lifandi frásögn Svala var eins og sögustund. 

Hér er hægt að lofa meira svigrúm til æfinga eins og þeir á Spáni eru að leyfa nú þegar færri deyja af völdum veirunnar. Margar stórar íþróttahallir standa hér auðar þótt hægt væri að leyfa æfingar og göngur innanhús með því að halda fjarlægðar mörk. Sama ætti að gilda um sundlaugar með takmörk á pottasetu. Fátt er eins niðurdrepandi eins og fyrir starfsmenn íþróttahúsa að sitja heima. Þeir eru vanir því að vera á tánum með allt hreinlætiog vakta gesti.

Skíðagönguferðir ættu og að ganga upp í fersku fjallalofti eins og í Bláfjöllum. Þeir sem æfa lungun ættu að vera betur undir það búnir að takast á við smit. Það má heldur ekki vera bannorð að ræða það sem hægt er að gera þegar kemur að því að slaka á eftirliti. 


mbl.is Föst heima hjá sér í 30 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Í Englandi veldur það áhyggjum hve þröngt er um aldraða á gamalmennahælum. Þar eru flest mannslátin og ekki alltaf vitað hvað er veira eða mannlegt andlát. Garðarnir fallegu er þegar of mannmargir og eftirlitslögregla á hverju garðstorgi. Kvartað er undan því hve lystigarðar eru fáir og smáir nú þegar veirufaraldurinn er að ná hámarki. Breskir þegnar búa við mikið frelsi en einnig við mikið eftirlit og aga sem fylgir skattheimtulöndum. Athyglisvert er að bera Spánn og Bretland saman þegar vírusinn fer yfir tiltölulega þéttbýl lönd.

Tenerife er eldfjallaland langt út í Atlandshafi, en undir Spánarkonungi. Þar eru smit tiltölulega fá og íbúar brugðust fljótt við þegar upp komu veirusmit fyrir nokkrum vikum. Þar er mönnum sérlega umhugað að vernda eyjarnar og atvinnulífi. Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þeir taka á málum þegar þarf að blása í glæður höfuðatvinnuvegs eyjanna á ný.

Á einum stað er Kaldalón við Ísafjarðardjúp borið saman við sólskinseyjuna Tenerife. Á báðum stöðunum eru há fjöll en öllu hærri á eldfjallaeyjunni Tenerife. Á hátopp El Teide eru 3718 metrar en á Hljóðbungu Drangajökuls um 900 metrar. Annar samanburðir verður alltaf erfiður.

Sigurður Antonsson, 14.4.2020 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband