11.8.2019 | 16:37
Stórbrotið landslag sem Jónas og Kjarval lofsungu
Grátlegt að bændur sjái ekki um að hætta allri beit á hálendinu. Ef þeir eru að fara á svig við reglugerðir um vottun er málið enn alvarlegra. Bændur hafa haft samúð hjá bæjarbúum vegna samdráttar í neyslu lambakjöts, en hætt er við að þeir glati henni ef fram heldur sem horfir.
Jóhann vinnur lofsvert starf í sjálfboðavinnu. Öll öræfi við Þóris- og Langjökull eru áhugaverð útivistarfólki. Skjaldbreið leynir á sér með mosavöxnum gróðri og stórum hraunhellum langleiðina upp að gíg. Útsýni af toppnum er stórkostlegt, fjallganga í nágreni Þingvalla sem alltof fáir stunda.
Landslagið norðan vegar hefur verið eins og grásvartur sandur og eyðilegt. Menn voru hættir að trúa því að þarna gætu átt sér stað breytingar. Gróðursæll girtur reitur við Bláfell sem liggur mun hærra afsannar þessar ranghugmyndir. Þjóðarskáldið Jónas og málarinn Kjarval eiga heiðurinn af því að hafa vakið heilar kynslóðir til vitundar um töfra hálendisins.
Grátlegar skemmdir á landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.