Skjótt skipast veður í lofti. Heiðríkja og fagurt kvöld í Heiðmörk

Fagur stjörnuhiminn var í kvöld um átta leytið í Heiðmörk. Fjósakonurnar í Óríon áberandi í suðri yfir Helgafelli. Þar mátti sjá gönguljós kvöldgöngumanna við fjallsrætur. Sverðþokan er næst okkur í Vetrabrautinni og "albjartasta djúpfyrirbæri himins" segir á Stjörnufræðivefnum, Sævar H Bragason. Fjórar stórar stjörnur umlykja Fjósakonurnar og gera stjörnumerkið auðlesanlegt hvar sem maður er staddur á Norðurhveli. Riegel er stærsta stjarnan, en neðar er Stórihundur með Síríus, enn skærari stjarna.

Karlsvagninn hátt á lofti og Pólstjarnan nánast yfir höfði manns. Í austri eru Þríhnúkar og ljósbirta á skýjunum yfir skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Í vestri er bjarmi frá bæjarljósunum í Hafnarfirði. Næst Vífilstaðahlíð eru skær ljós frá golfvelli sem draga úr stjörnuskini og rómatískri birtu stjörnuhiminsins. 

Hvítur nýfallinn snjórinn er eitt af töfrum kvöldsins sem gera kvöldgönguna eftirminnilega. Eingin merki eru um að stór lægð nálgast úr suðri. Þótt ský sjáist á himni hverfa þau aftur á braut. Nálægðin við hafið og lægðirnar úr suðri gera landið spennandi veðurfræðilega. Hér er aldrei á vísan að róa og eitt af því sem dregur að vetraferðamenn.


mbl.is Spá mjög slæmu veðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband