17.12.2016 | 17:52
Í hvaða umboði starfar fréttastofan?
Er það hlutverk ríkisfréttastofu að fylgjast með tímamætingu Alþingismanna? Væri ekki nær að skoða hverju menn afkasta fyrir land og þjóð. Hvað menn leggja að mörkum á eyjunni votu til að þar þrífist fjölbreytt mannlíf.
Obama forseti kom auga á að í Pútínríki vantaði frumkvæði og nýsköpun. Menn væru við sama heygarðshornið öld eftir öld. Aðallega snérist efnahagurinn um að selja olíu, gas og vopn. Skara að sinni köku til að ná áhrifum í löndum eins og Sýrlandi. Rússland mannar manndrápsvélar sem engum hlífa. Framkvæmt í samvinnu við einræðisstjórnir sem hafa svipuð tök á almenningi.
Fréttastofa ríkisfjölmiðils er notuð til að hafa áhrif á pólitíska umræðu. Ákveðnum aðilum í þjóðlífinu er miskunnarlaust úthýst, án þess að þeir nái að koma vörnum við. Skemmst er að minnast viku Brúnu eggjanna, þegar stórt landbúnaðarfyrirtæki var brotið niður. Aðallega með gömlu myndefni og ónógum samanburði.
Á fjórða degi Kastljóss var Mast forstjórinn spurður hvort hann ætlaði ekki að taka pokann sinn, hann væri kominn í blindgötu. Sá gamalreyndi svaraði um hæl að undir hans umsjá væru 6000 fyrirtæki, þar sem stöðugt væri unnið að endurbótum og auknum gæðum.
Fréttastofan virðist vinna í Pútínsanda þar sem menn fá að fjúka að óvörum. Yfir þrjátíuþúsund fyrirtækjum er þröngvað til að greiða Ríkisútvarpinu daglegt framlag. Engin spyr hvernig fréttastofan notar fjármagnið sem skiptir milljörðum. Menn eru í ofanálagt það meðvirkir og heilaþvegnir af tilbúnum æsifréttum að þeir greiða stofnuninni milljarða til að auglýsa.
Fólk út á landi á fáa kosti þegar kemur að fjölmiðlum, þannig eru forréttindi og yfirburðavald ríkisfyrirtækisins. Allt í umboði Alþingis sem sér ekkert athugavert við framvinduna.
Voðaleg reiði er þetta í Ríkisútvarpinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.