Ráða sjónvarpsvélar lengd kjörtímabilsins

RÚV og nokkrir þingmenn tóku sig saman um að stytta kjörtímabilið. Ganga þannig á rétt kjósenda. Það er rétt sem Vígdís Hauksdóttir segir, þingið er of veikt. Í ríkisútvarpinu er leikinn pólitískur leikur sem miðar að því að hafa áhrif á pólitíska stöðu.

RÚV fór hamförum eftir að Sigmundur Davíð talaði um að ekki væri nauðsyn á að boða til kosninga í haust. Í hverjum fréttatíma sjónvarps var leitað til vinveittra álitsgjafa. Í ríkisreknu sjónvarpi í nágranaríkjum gætu þessar uppákomur ekki átt sér stað. Hér leikur RÚV lausum hala og fær á þriðja milljarð í aukatekjur frá fyrirtækjum.

Fréttamenn á BBC taka ekki afstöðu í útsendingum eða tjá skoðanir sínar. Í Noregi er þingrofsheimildin ekki virk nema allir samningar hafa runnið út í sandinn. Dilma Rousseff forseti Brasilíu kom ekki að opnun Ólympíuleikana. Þingið hafði bolað henni frá völdum með ósönnum ásökunum. RÚV greindi ekki fá því, en fór í fátækrahverfin með sitt kastljós við opnun leikana.

Alltaf er von á hallarbyltingu í lýðræðisríkjum. Í flestum ríkjum er miðað að því með löggjöf að draga úr þeim möguleika. Forsetinn getur haft úrskurðarvald og varnagla. Þingið getur bætt löggjöfina og verkreglur. Löggjafarvaldið hefur allt í hendi sér, en er of veikt fyrir vinsældakeppni fjölmiðla.   


mbl.is Breyttist þegar Sigmundur Davíð fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband